Möguleg stjórnarskipti framundan í Póllandi

Donald Tusk, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefur áður verið forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB (mynd © ESB).

Pólski stjórnarandstöðuleiðtoginn Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að fyrstu tölur birtust sem sýndu að stjórnarandstöðuflokkarnar höfðu fengið nægilega mörg atkvæði í þingkosningunum á sunnudag til að steypa íhaldsflokknum Lög og réttlæti frá völdum.

Donald Tusk, leiðtogi Meðborgarabandalagsins, lýsti því yfir að stjórnarandstaðan hefði náð meirihluta á þingi:

„Ég hef verið stjórnmálamaður í mörg ár. Ég er íþróttamaður. Aldrei á ævinni hef ég verið jafn ánægður með að vera í öðru sæti. Pólland vann. Lýðræðið hefur sigrað. Við höfum komið ríkisstjórninni frá völdum.“

Met kjörsókn

Samkvæmt fyrstu tölum fær vinstri stjórnarandstaðan 248 af 460 þingsætum. Þótt búist sé við að stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti fái flest atkvæði, 37% og um 200 þingsæti, þá er því ekki spáð, að hann nái að mynda eigin meirihluta með aðstoð hægri Samfylkingarinnar, sem fær 6,2% í fyrstu tölum og 12 þingsæti. Búist er við að lokaniðurstöður kosninganna liggi fyrir á þriðjudag. Verði af stjórnarskiptum mun það hafa víðtækar afleiðingar fyrir pólsk stjórnmál og samband Póllands við ESB og lönd eins og Ungverjaland.

Á pólskan mælikvarða var kjörsókn mjög há eða um 73%. Hafa ekki jafn margir gengið að kjörborðinu síðan þjóðin steypti kommúnistaofríkinu 1989. Sums staðar stóð fólk enn í biðröðum, þegar kjörstöðum var lokað og var öllum hleypt inn til að greiða atkvæði.

Flest atkvæði í þremur kosningum í röð

Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi flokksins Lög og réttlæti, viðurkenndi að niðurstöður kosninganna tryggðu ekki áframhaldandi setu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði stuðningsmönnum, að niðurstaða flokksins með tæp 37% fylgi hafi verið farsæl, því Lög og réttlæti hafi fengið flest atkvæði þrjár þingkosningar í röð. Hann sagði:

„Við verðum að halda í vonina og við verðum líka að vita, að óháð því hvort við erum við völd eða í stjórnarandstöðu, þá munum við framfylgja stefnu okkar og við munum aldrei leyfa, að Pólland verði svikið.“

Búist er við að þeim flokki sem hefur flest þingsæti verði falið að reyna að mynda ríkisstjórn. Samtímis þingkosningunum greiddu Pólverjar atkvæði um innflytjendastefnu ESB. Verður skýrt frá því, þegar niðurstöður liggja fyrir.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa