Valerij Zaluzjnyj og Andrij Stempitskyj fyrir framan mynd af nasistaforingjanum Bandera (skjáskot Facebook).
Að sögn Larry Johnson fyrrverandi sérfræðings CIA, þá lifir Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu, hættulegu lífi með því að hreinsa æðsta stig hersins. Zelenskí rak yfirhershöfðingjann í síðustu viku.
Það olli talsverðu fjaðrafoki þegar þær fréttir bárust í síðustu viku, að Volodymyr Zelenskí hefði rekið hinn vinsæla yfirhershöfðingja Úkraínu, Valery Zaluzhny.
Zelenskí hreinsar út gagnrýnendur
Forsetinn hefur tilkynnt, að hann hyggist halda áfram að reka fjölda manns í stjórnkerfi Úkraínu, bæði í herstjórn landsins sem og borgaralegri stjórn. Zelenskí segir í viðtali við ítölsku sjónvarpsstöðina Rai:
„Ég hef miklar breytingar í huga sem varða ekki bara einn mann heldur stefnuna í stjórnun alls landsins. Það snýst um að skipta út mörgum leiðtogum og víðar en bara í hernum.“
Herforinginn hefur fleiri vopn en forsetinn
Larry Johnson, fyrrum sérfræðingur CIA, segir í viðtali við YouTube rásina „Dialogue works“ (sjá að neðan), að þetta gæti verið upphafið á endalokum Zelenskí:
„Sá sem er með flest vopn vinnur venjulega og síðast þegar ég athugaði var Zaluzhny með fleiri vopn en Zelenskí.“
Hermönnum nýnasista hlíft – aðrir sendir sem fallbyssufóður í fremstu víglínu
Johnson lýsir hinum rekna hershöfðingja, sem neitaði að segja af sér af fúsum og frjálsum vilja, sem „óþokka sem samþykkir nýnasista hugmyndafræði.“ Johnson segir:
„Hann hefur vandað sig við að hlífa hugmyndafræðilegum hersveitum nýnasista – Azov og Kraken sveitunum – og ekki senda hermenn þeirra í fremstu víglínu, þar sem þeir verða drepnir. Hann vill vernda þessar hersveitir. Þess í stað sendir hann aðra hermenn sem fallbyssufóður.“
Andriy Stempitskyj, úkraínskur herforingi sem einnig er áberandi meðlimur í samtökum nýnasista „Right Sector,“ birti færslu á Facebook á föstudag. Færslan sýnir þegar hann veitir Valery Zaluzhny heiðursskilríki. Í bakgrunni myndarinnar sést mynd af samherja Hitlers, Stepan Bandera. Innleggið hefur verið túlkað sem hótun sem beint er að Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu.