Sprengjuhryðjuverk norður af Stokkhólmi

Sænsk kona með fjögur börn var meint skotmark öflugrar hryðjuverkaárásar í Upplands Bro fyrir norðan Stokkhólm í morgun. Enginn var í húsinu og er talið að konan sé í Tyrklandi.

Konan, sem er fædd og uppalin í Svíþjóð og starfar sem kennari, kynnist manni frá Alsír snemma á tíunda áratugnum sem hún giftist. Maðurinn fluttist til hennar í Svíþjóð og eignuðust þau 2 börn saman áður en þau skildu. Konan kynntist síðar tyrkneskum manni sem hún á 2 börn með í dag.

„Foxtrot Netið“

Elsti sonurinn úr fyrra sambandinu heitir Salim Lille og er í dag 26 ára gamall. Hann var dæmdur í yfir fjögurra ára fangelsi fyrir mannrán og tilraun til grófrar fjárkúgunar árið 2019. Var það vegna fíkniefnaskuldar upp á kvarts milljón sænskra króna. Salim Lille er meðlimur í Foxtrot glæpaklíkunni, sem er stjórnað frá kúrdískum hluta Miðausturlanda. Sífellt grimmari átök eiga sér stað innan glæpahópsins, með skotárásum og sprengjutilræðum sem miða að því að drepa keppinauta innanlands. Átökin stigmagnast stöðugt og yfirvöld og lögregla virðast ráðþrota gegn öllu þessu ofbeldi. Höfuðpaurarnir í þessum innfluttu átökum til Svíþjóðar eru Rawa Majid, sem þekktur er undir nafninu „kúrdíski refurinn“ og Ismail Abdo, sem stundum er kallaður „jarðarberið.“

„Kúrdíski refurinn” Rawa Majid t.v. och „jarðaberið” Ismail Abdo t.h. (Mynd: Lögreglan).

Mæðurnar gerðar að skotmörkum

Í síðasta mánuði var móðir „jarðabersins“ Ismail Abdo skotin til bana í Uppsölum og talið að kúrdíski refurinn hafi pantað morðið vegna vangreiddrar fíkniefnaskuldar. Er það til marks um stigmögnun glæpaklíkustríðsins, að stríðandi fylkingar ráðist á ættingja og vini hvers annars og hefur svo verið um nokkurra vikna skeið.

Sjá nánar hér, hér og hér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa