Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands. Mynd © Estonian Foreign Ministry(CC 2.0)
Þegar kemur að Úkraínu og stríðinu gegn Rússlandi, þá hafa margir stjórnmálaleiðtogar í Evrópu glatað glórunni. Það segir ungverski utanríkisráðherrann Peter Szijjarto samkvæmt frétt Swebbtv.
Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, lýsir endurtekinni undrun sinni á framgöngu leiðtoga Evrópu í Úkraínustríðinu.
Szijjarto sagði á pólitískum fundi í Búdapest að:
„Verulegur hluti evrópsku stjórnmálaelítunnar hefur nánast glatað allri skynsemi. Þeir hafa misst samband við raunveruleikann og halda að þeir séu í stríði í tölvuleiknum Fortnite. Þeir þjást af hernaðargeðrofi og telja af einhverjum undarlegum ástæðum að vopnasendingar geti skapað frið.“
Að sögn ungverska utanríkisráðherrans er það ljóst, að það sem raunverulega er þörf á í Úkraínu er friður í stað fleiri vopna:
„Þeir sem senda vopn til Úkraínu framlengja stríðið, sem leiðir eingöngu til þess að fleiri deyja og meira verður eyðilagt.“