Stjórnmálamenn í Evrópu hafa glatað glórunni

Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands. Mynd © Estonian Foreign Ministry(CC 2.0)

Þegar kemur að Úkraínu og stríðinu gegn Rússlandi, þá hafa margir stjórnmálaleiðtogar í Evrópu glatað glórunni. Það segir ungverski utanríkisráðherrann Peter Szijjarto samkvæmt frétt Swebbtv.

Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, lýsir endurtekinni undrun sinni á framgöngu leiðtoga Evrópu í Úkraínustríðinu.

Szijjarto sagði á pólitískum fundi í Búdapest að:

„Verulegur hluti evrópsku stjórnmálaelítunnar hefur nánast glatað allri skynsemi. Þeir hafa misst samband við raunveruleikann og halda að þeir séu í stríði í tölvuleiknum Fortnite. Þeir þjást af hernaðargeðrofi og telja af einhverjum undarlegum ástæðum að vopnasendingar geti skapað frið.“

Að sögn ungverska utanríkisráðherrans er það ljóst, að það sem raunverulega er þörf á í Úkraínu er friður í stað fleiri vopna:

„Þeir sem senda vopn til Úkraínu framlengja stríðið, sem leiðir eingöngu til þess að fleiri deyja og meira verður eyðilagt.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa