Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Mynd © Annika Haas (EU2017EE) (CC 2.0)
Ungverjaland og Slóvakía eru andvíg fjárlagafrumvarpi ESB um að senda auka milljarða til Úkraínu. ESB þarf nýja áætlun fyrir Úkraínu, áætlun B, segir Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands að sögn Tass. Að öðrum kosti mun Ungverjaland ekki samþykkja meira fé til landsins. Orbán segir að hernaðarstefnan til að sigra Rússland hafi beðið algjört skipsbrot. Stjórnmálamenn ESB skammast sín fyrir að viðurkenna þessa augljósu staðreynd.
Að sögn Politico hafa bæði Ungverjaland og Slóvakía lagst gegn því að senda hjálparfé upp á 50 milljarða evra til Úkraínu. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, bendir á að stuðningurinn sé ekki að virka.
Öll lönd þurfa að samþykkja
Til þess að fjárlagaákvörðun ESB nái fram að ganga þarf samhljóða atkvæði aðildarríkjanna. En Orbán telur að tillaga ESB sé svo léttvæg, að hún sé ekki einu sinni þess virði að ræða hana. Samkvæmt ungverska leiðtoganum þarf ESB að koma með „plan B“ fyrir Úkraínu, því núverandi stefna hefur algjörlega mistekist. Áætlunin hefur verið sú, að Úkraína myndi heyja stríðið og að ESB myndi veita landinu peninga og hernaðaraðstoð. Rússland yrði sigrað. Í viðtali við Radoi Kossuth sagði Orbán:
„Fyrir nokkrum mánuðum var tilkynnt um upphaf úkraínsku gagnsóknarinnar og ef það markmið hefði verið raunhæft, ef þeir hefðu unnið slaginn í fremstu víglínu, þá hefði verið hægt að biðja um peninga. En sú stefna mistókst.“
Djúp og útbreidd spilling í Úkraínu
Rússland verður ekki sigrað, útskýrir hann nánar. Þetta er hins vegar sá veruleiki sem stjórnmálamenn í Evrópu skammast sín of mikið til að tala um, að sögn ungverska forsætisráðherrans:
„Það er skammarlegt að segja það, en þetta gekk einfaldlega ekki upp. Það er ljóst, að Úkraínumenn munu ekki vinna og Rússar verða ekki sigraðir á vígvellinum. Í þessari stöðu er nauðsynlegt að hætta. Það vantar plan B fyrir Úkraínu.“
Reuters skrifar, að Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sem er einnig andvígur aukinni hernaðaraðstoð til Úkraínu, segir enn fremur spillinguna í Úkraínu vera viðbótarástæðu þess að senda ekki meiri aðstoð.