Stofnandi Greenpeace: Loftslagsstefnan er uppskrift að fjöldamorði á fólki í heiminum

Loftslagsstefna valdaelítunnar er svo hættuleg, að ef hún yrði framkvæmd á heimsvísu, þá myndi hún drepa megnið af jarðarbúum. Þetta segir vistfræðingurinn og stofnandi Greenpeace, Patrick Moore, við TNA (sjá myndband á X hér að neðan).

Vistfræðingurinn og stofnandi Greenpeace, Patrick Moore, segir í viðtali við The New American að loftslagsáætlun stjórnmálamanna þýði fjöldadauða jarðarbúa.

Moore er spurður hvað honum finnist um „Nýja græna samning“ stjórnmálamannanna. Moore svarar:

„Þetta er uppskrift að fjöldasjálfsmorði. Það er alveg ótrúlegt, að einhver í bandarískum stjórnvöldum geti lagt til að við útrýmum öllu jarðefnaeldsneyti innan 12 ára. Að gera það á heimsvísu myndi leiða til fækkunar mannkyns.“

„Það myndi í grundvallaratriðum verða kveikja að mannáti meðal mannkyns, þar sem ekki væri lengur hægt að flytja mat í verslanir í borgunum.“

Að mati Patrick Moore eru loftslagshugmyndir stjórnmálamanna algjörlega fráleitar:

„Fólk kannast við þegar eitthvað er út í hött. En besta orðið yfir þetta er fjöldasjálfsmorð. Hvernig getur nokkur kosið eitthvað sem myndi leiða til dauða næstum allra?“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa