Lögregluna grunar að skot- og handsprengjuárás næturinnar á heimili fjölskyldu í fjölbýlishús Akalla í Norður-Stokkhólmi sé hluti yfirstandandi stríðs á milli innflytjendaklíkanna Foxtrot og Rumba.
Aftonbladet skrifar að Rawa Majid, leiðtogi Foxtrot-klíkunnar „Kúrda-refurinn“ hafi tapað völdum undanfarið ár, vegna þess að nánustu bandamenn úr Bridge-netinu eru erlendis. Aðrar glæpaklíkur notfæra sér ástandið til að reyna að yfirtaka hlutdeild Foxtrot á fíkniefnamarkaðinum í Stokkhólmi og fleiri sænskum borgum.
Að minnsta kosti átta skotum var skotið á íbúð barnafjölskyldunnar og einnig var handsprengju kastað á húsið. Talið er að árásarmennirnir hafi gert árás á ranga íbúð. Helena Boström, blaðafulltrúi lögreglunnar, segir að fólkið sem býr í íbúðinni hafi engin tengsl við glæpaklíkurnar. Lögregluna grunar að árásin sé hefnd gegn glæpamanni á sama heimilisfangi.
Nýlega var skotárás í Helsingjaborg við Gustav Adolfs torg, skotárás á hús í Södertälje, dauður skotinn maður fundinn í Salem m.fl. (ekki með á listanum að neðan sem nær frá byrjun ársins til 15. júní.)
17 drepnir, 22 særðir í 124 skotárásum í Svíþjóð 1. jan – 15. júní 2024
Eins og sjá má á samantekt lögreglunnar hér að neðan, þá voru 124 skotárásir í Svíþjóð fram að 15. júní í ár. 17 hafa verið drepnir og 22 særðir. Það er næstum ein skotárás daglega.
51 sprengjuárásir, 29 tilraunir til sprengjuárása auk 159 sprengjutilræða á undirbúningsstigi 1. jan – 15. júní 2024
Eins og sjá má af yfirliti lögreglunnar yfir sprengjuárásir, tilraunir til sprengjuárása og undirbúning sprengjuárása voru tilfellin samtals 239 frá ársbyrjun fram að 15. júní s.l. Það gerir meira en einn sprengjuatburð daglega í Svíþjóð.