Trump: Ögrun Bidens með stækkun Nató ástæða Úkraínustríðsins

Trump bendir á að orsakir stríðsátakanna í Úkraínu séu m.a. vegna ögrunar Biden um stækkun Nató. Trump segir að hann muni ekki senda hermenn til Úkraínu verði hann endurkjörinn forseti í haust og fyrsta verkefni hans sem forseta sé að koma á friði í Úkraínu.

Trump segir (sjá myndskeið að neðan), að íhlutun Rússa í Úkraínu hafi ráðist af óábyrgri, ögrandi orðræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans um að gera Úkraínu að meðlim í Nató. Þetta sagði Trump í samtali um utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pallborðsumræðu hjá hlaðvarpsstjórnandanum David Sacks í vikunni á „The All-in podcast.“ Trump sagði:

„Ég hef heyrt það í 20 ár, að ef Úkraína gengur með í Nató, þá væri það raunverulegt vandamál fyrir Rússland. Ég hef heyrt þetta lengi. Ég held, að það sé í rauninni ástæðan fyrir því að þetta stríð hófst.“

„Biden sagði allt rangt og eitt af því var, að Úkraína gengi í Nató. Þegar ég heyrði hann segja það, þá hugsaði ég: Þessi maður mun koma af stað styrjöld.“

Aldrei rætt um stríð milli Rússlands og Úkraínu í forsetatíð Trumps

Trump benti á, að ekkert hefði verið talað um vopnuð átök milli Rússlands og Úkraínu þegar hann var í Hvíta húsinu en um leið og Biden leysti hann af hólmi fór breyttist ástandið.

Sacks benti á að í byrjun árs 2022 hafi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagt ráðamönnum í Moskvu að Úkraína myndi ganga í Nató og að Washington teldi að það væri í lagi að koma fyrir kjarnorkuvopnum þar. „Þannig að það er engin furða að Rússar fóru á hvolf.“

Alltaf verið Nei-Nei spurning

Trump svaraði:

„Segjum að þú hafir stjórnað Rússlandi. Þú yrðir ekki of ánægður. Nató aðild Úkraínu var aldrei á borðinu. Það hefur alltaf verið skilið að það væri Nei-Nei spurning.“

„Að koma með hugmyndina um að Úkraínu færi í Nató var mjög ögrandi. Núna er það enn frekar ögrandi. Ég heyri reglulega núna að talað sé um að Úkraína gangi í Nató. Núna heyri ég að Frakkland vilji fara inn og berjast. Jæja, ég óska ​​þeim innilega til hamingju!“

Fimmtudaginn 27. júní munu forsetaframbjóðendur Trump og Biden mætast í kappræðum á vegum CNN. Önnur umræða fer fram 10. september á ABC.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa