Drógu til baka „Chat Control“ mínútu fyrir fundinn

Forsætisráð Belgíu frestaði atkvæðagreiðslu um hin umdeildu lög „Chat Control“ sem gefa framkvæmdastjórn ESB alræðisvald til að fylgjast með öllum stafrænum samskiptum á tölvum, farsímum og öðrum samskiptatækjum. ESB segir lögin vera til að koma í veg fyrir barnaníð á netinu en gagnrýni m.a. frá Þýskalandi er að lögin minna á svipuð lög Gestapo og Stasi á sínum tíma. Mörg ríki ESB haf lýst áhyggjum um að lögin brjóti gegn friðhelgi einkalífs fólks.

Atkvæðagreiðsla um lögin voru á dagskrá ráðherraráðsins s.l. fimmtudag. Ónafngreindur ESB-diplómati hjá belgíska forsætisráðuneytinu segir við Politico:

„Útlit var fyrir á síðustu klukkustund að tilskilinn meirihluti myndi ekki nást.“

Mörg ríki hefðu greitt atkvæði gegn Chat control

Sagt var að mörg aðildarríki, þar á meðal Þýskaland, Austurríki, Pólland, Holland og Tékkland, myndu sitja hjá eða vera á móti lögunum vegna netöryggis og persónuverndar.

Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði á miðvikudagskvöld að hún myndi greiða atkvæði gegn tillögunni: „Við höfnum Chat Control lögunum.“

Ekki á að fylgjast með dulkóðuðum einkasamskiptum milljóna manna að ástæðulausu. Jafnframt verður að muna að á bak við hverja hræðilega mynd og myndband eru fórnarlömb hræðilegs kynferðisofbeldis. Því er mikilvægt að grípa til aðgerða gegn barnaníði innan ESB og draga netaðila til ábyrgðar þannig að myndir af níði verði uppgötvaðar, þeim eytt og gerendurnir sóttir til saka.

Samrýmist ekki grundvallar mannréttindum

36 stjórnmálamenn frá ESB-ríkjum fóru þess á leit í opnu bréfi til aðildarríkja ESB, að þau greiði atkvæði gegn Chat Control. Þeir eru sannfærðir um að fyrirhugaðar ráðstafanir séu ósamrýmanlegar evrópskum grundvallarréttindum.

Marco Buschmann, dómsmálaráðherra Þýskalands (FDP) talaði einnig harðlega gegn áætlunum ESB. Hann nefndi dæmi:

„Enginn myndi halda að ég þyrfti að senda myndaalbúmið mitt til ríkiseftirlitsaðila til bráðabirgðaskoðunar áður en ég sýndi vini mínum nýjustu myndir úr sumarfríinu.“

Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru þjóðráðsfulltrúarnir Süleyman Zorba og Georg Bürstmayr frá Græningjum í Austurríki, Nikolaus Scherak frá nýja Frjálslynda flokknum NEOS, Austurríki og Katharina Kucharowits frá Sósíaldemókrötum, Austurríki. Auk stjórnmálamanna frá þjóðþingum skrifuðu ESB-þingmenn einnig undir blaðið.

Réttur til nafnlausrar notkunar á internetinu

Í bréfinu er áskorun til allra ríkja ESB um að hafna Chat Control. Í bréfinu segir:

„Við erum staðráðin í að vernda réttinn til skrifa undir dulnefni á internetinu og að efla dulkóðun frá upphafi til enda.“

Árið 2022 lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögu um að samfélagsmiðlar og netþjónustur eins og Google og Facebook gætu undir vissum kringumstæðum verið skyldaðir til að nota hugbúnað til að leita í þjónustu sinni að barnaníðingum. Írland og Spánn hafa kallað eftir sterkum lögum til að fylgjast með efni á netinu í tengslum við kynferðisofbeldi gegn börnum.

Ungverjaland heldur ekki áfram með núverandi tillögu um stafrænt alræðiseftirlit

Í júlí mun Ungverjaland taka við formennsku í ESB ráðinu af Belgíu. Ungverjaland segir „að þróa þurfi langtíma löggjafarlausn til að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu.“ Fulltrúi ríkisstjórnar Ungverjalands segir að sögn EU-Observer, að ekki sé búist við að Ungverjaland muni halda áfram með núverandi tillögu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa