Svíþjóð: Sanngjarnt að mæla hvort þingheimur noti fíkniefni

Eftir rannsókn sem sýndi leifar af kókaíni á salerni fjögurra flokka á sænska þinginu, þá segir Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, að eðlilegt sé að þingmenn taki fíknaefnapróf til að hreinsa sig frá grun eftir kókaín-hneykslið

Jimmie Åkesson segir í viðtali við Sveriges Radio, SR:

„Það mætti alveg láta þingmenn fara í slíkt próf. Ég veit ekki, hvað lögin segja um það en það væri fullkomlega sanngjarnt að gera það á þessum vinnustað rétt eins og á öðrum vinnustöðum.“

Í umfjöllun Aftonbladet, sem birt var á miðvikudag, kom fram að leifar af kókaíni voru á salernum á flokksskrifstofum Vinstriflokksins, Frjálslynda flokksins, Svíþjóðardemókrata og sósíaldemókrata flokksins. Uppljóstrunin hefur leitt til þess að margir hátt settir aðilar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu.

Sjá enn fremur hér.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa