Kókaínhneyksli á sænska þinginu

Leifar af kókaíni hafa fundist á salernum á þingskrifstofum fjögurra af átta þingflokkum á sænska þinginu. Blaðamaður Aftonbladet athugaði salernin með því að nota sérstaka blautþurrku fyrir leifar af kókaíni. Lennart Karlsson, fíkniefnalögreglumaður, segir við Aftonbladet, að servíettur af þessu tagi séu „mjög áreiðanlegar.“

Kókaínleifar fundust inni á klósettum fjögurra þingflokka: Frjálslynda flokksins, Jafnaðarmannaflokksins, Svíþjóðardemókrata og Vinstriflokksins. Inni á skrifstofu Svíþjóðardemókrata sýndi servíettan „skýra niðurstöðu“ um kókaín. Salernin eru notuð af þingmönnum og embættismönnum þingflokkanna. Enginn hefur aðgang að þeim án þess að sjálfur aðgangskort eða fylgja öðrum með aðgangskort.

Dadgostar, formaður Vinstriflokksins: „Prófið ykkur sjálf“

Viðbrögð við kókaínútkomunni eru misjöfn hjá leiðtogum flokkanna. Ebba Busch, formaður Kristdemókrata sem ekkert kókaín mældist hjá segir uppljóstrunina „sjúklega. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, virtist taka fréttunum með meiri rósemi og hló þegar hann var spurður:

„Ég var að frétta þetta. Ég hef reyndar ekkert um það að segja, en skrifstofustjórinn okkar getur rætt meira um þetta.“

Nooshi Dadgostar, flokksformaður Vinstriflokksins, leggur til að Aftonbladet rannsaki eigið klósett. Hún sagði:

„Mér þætti vænt um ef Aftonbladet gæti sjálft athugað öll salerni hjá sér og starfsmönnum sínum og eftir það, væri hægt að ræða um aðgerðir af okkar hálfu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa