Biden fær ekki meira fé til Úkraínustríðsins –repúblikanar vilja ekki nýtt Afganistan

Mike Johnson, forseti Bandaríkjaþings. (Mynd Bandaríkjaþing).

Tilraun Joe Biden til að dæla enn meira skattfé Bandaríkjamanna til Úkraínu lítur út fyrir að misheppnast. Samkvæmt frétt í New York Times gefur Mike Johnson. forseti Bandaríkjaþings núna til kynna, að málamiðlun sé ekki lengur möguleg.

Það virðist langt í að samkomulag náist á Bandaríkjaþingi um að tryggja Úkraínu meira fé. Mike Johnson, forseti þingsins, tilkynnti þetta á miðvikudaginn. Repúblikanar hafa viljað gera samning við demókrata um að loka suðurlandamærunum fyrir áframhaldandi fjöldainnflutningi sem þá gæti liðkað fyrir samningum um að þingið veiti Úkraínu meira fé.

Samkvæmt Johnson er tíminn ekki réttur fyrir víðtækar umbætur í innflytjendamálum, vegna þess hversu flókin þau mál eru. Hann segir skv. New York Times:

„Það er ekki hægt að flýta sér með þessa hluti. Ég held að það sé orðið of seint að tryggja landamærin.“

Johnson vill einnig vita hver stefnan er varðandi Úkraínu og lokamarkmiðið þar. Hann vill að endurskoðað verði, hvernig fjármunirnir eru notaðir til að ganga úr skugga um, að Úkraína verði ekki eins og Afganistan hneykslið.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa