Vesturlönd eru í hættu – Javier Milei, forseti Argentínu varar alheim við kommúnískri vegferð Vesturlanda

Javier Milei forseti Argentínu tók World Economic Forum með stormi með ögrandi ræðu á miðvikudag. Leiðtogi frjálshyggjunnar flutti ádrepu gegn sósíalismanum og kallaði eftir stuðningi við kapítalískar meginreglur frammi fyrir hópi áhrifamestu stjórnmálamanna og efnahagssérfræðinga heims.

Eftir að Klaus Schwab hafði kynnt Milei, þá gaf sig forseti Argentínu á glóbalistaelítuna með eldheitri ræðu. Hinn 53 ára gamli forseti hélt ekkert aftur af gagnrýni sinni á vegferð Vesturlanda í átt að sameiningu samkvæmt pólitískri kenningu sem er meira þekkt sem kommúnismi. Milei varaði viðstadda og alheim við:

„Ég er hér í dag til að segja ykkur, að Vesturlönd eru í hættu. Þau eru í hættu vegna þess, að þeir sem eiga að verja gildi Vesturlanda hafa valið heimssýn sem leiðir óumflýjanlega til sósíalisma og þar af leiðandi til fátæktar.“

Hann gagnrýndi vestræna leiðtoga fyrir að hafa yfirgefið meginreglur frelsis og fallið fyrir ýmiss konar hóphyggju, þar á meðal ríkisafskiptum, róttækum femínisma, fóstureyðingum ásamt hreyfingum um félagslegt réttlæti og eftirlit með íbúunum:

„Leiðtogar hins vestræna heims hafa yfirgefið fyrirmynd frelsisins og valið mismunandi útgáfur af því sem við köllum samfélagshyggju. Sameiginlegar tilraunir eru aldrei lausnin á þeim vandamálum sem hrjá jarðarbúa, heldur eru þau undirrótin.“

Heyra má tvo búta úr ræðu Milei á X hér að neðan og svo alla ræðuna á myndskeiði þar fyrir neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa