Rafstrætisvagnarnir frá Kína hreyfast ekki

Á miðvikudagsmorgun féllu 50 ferðir niður með rafstrætisvögnum X-trafik í almenningssamgöngum Gävleborgar. Ekki er hægt að hlaða rafstrætisvagnana eins og ætlast er til. Búist er við, að vandamálið haldi áfram í nokkrar vikur.

Alls hefur lénið keypt 52 nýja rafstrætisvagna og hefur sú ákvörðun endað í reginhneyksli. Frá því að nýi samningurinn við Transdev um svæðisbundna umferð tók gildi 10. desember hafa vandamálin verið mörg og endurtekin og þurft að hætta við a.m.k. 20 ferðir daglega.

Engar strætóferðir hefur slæm áhrif á samfélagið

Andreas Eriksson deildarstjóri X-trafik segir við við Gefle Dagblad:

„Það eru ekki strætisvagnarnir sjálfir sem eru að bila heldur virkar hleðslutæknin ekki í þeim. Við erum að vinna ötullega að því að finna vandamálið.“

Ekki er enn komið nákvæmlega í ljós, hvað það er sem er athugavert við rafhleðslu strætisvagnanna. Eriksson segir málið sorglegt og erfitt fyrir farþega og að unnið sé að því að laga vandamálin.

Strætisvagnarnir koma frá kínverska BYD sem er stærsti rafbílaframleiðandi heims

Reynt er að bæta upp með rútum og þeim forgangsraðað sem þurfa að komast til og frá skólunum. Vonast er til að umferðin geti gengið eðlilega fyrir sig aftur eftir „nokkrar vikur.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa