Expressen birtir grein í morgun um fólk sem fór frá Svíþjóð til að berjast með heilagstríðsmönnum ÍSIS og aðstoða þá í heilögu stríði íslamska ríkisins. Greinarhöfundurinn Daniel Olsson hefur rannsakað hvað varð um hryðjuverkafólkið sem snéri aftur til Svíþjóðar eftir þátttöku í heilaga stríðinu. Niðurstaðan er sláandi: 1 af hverjum 4 hefur fengið störf með börnum, ungum og yfirgefnum sem eftirlitsmenn barna, leiðbeinendur unglinga, kennarar og félagsfræðingar. Ekkja hátt setts hryðjuverkamanns ÍSIS segir: „Það er alltaf hægt að fá vinnu í leikskólunum.“
Daniel Olsson segir frá: Mánudagskvöld drap Abdesalem Lassoued tvo Svía á fótboltaleik og særði þann þriðja. Eftir hryðjuverk með köldu blóði útnefndi hann sig til heilagan stríðsmann „mujahedin“ fyrir íslamska ríkið. Trúnaðurinn fyrir sama sértrúarsöfnuð fékk fimm barna móðurina Camilla Olofsson að yfirgefa Svíþjóð fyrir líf með hryðjuverkamönnum ÍSIS í Sýrlandi, þar sem hún gifti burtu tvær dætur sínar. Þegar hún kom tilbaka tveimur árum síðar fékk hún starf sem umsjónarmaður og var að mennta sig til hjúkrunarkonu þegar hún var nýlega handtekin og mætti að lokum í dómsstól og var dæmd fyrir afbrot sem hún hafði framið í Sýrlandi. Hún hlaut 6 ára fangelsi m.a. fyrir ofbeldi og aðstoð við grófar nauðganir á stúlkubarni undir lögaldri sem nauðgað var ótal sinnum í nauðungarhjónabandi með fullorðnum ÍSIS heilagastríðsmanni.
24 af 83 fengu störf hjá hinu opinbera
Expressen rannsakaði 83 staðfest dæmi um fólk sem kom til baka frá ÍSIS og fann, að meira en fjórði hver einstaklingur – 21 einstaklingar – fékk störf með börnum, ungum og útsettum. Samtals fengu 24 einstaklingar störf hjá hinu opinbera, þrátt fyrir að leynilögreglan varaði stöðugt við hættunni af því, að þeir sem kæmu til baka eftir að hafa barist með ÍSIS, myndu stuðla að aukinni róttækni og liðssöfnun í Svíþjóð. Hér eru nokkur dæmi:
- Ungur maður frá Gautaborg fór til ÍSIS haustið 2014 og fékk starf nokkrum mánuðum eftir heimkomuna hjá borginni sem umsjónarmaður unglinga.
- Miðaldra kona sem starfaði sem umsjónarmaður barna og kennari í sveitarfélaginu fór árið 2015 til ÍSIS í Sýrlandi. Þegar hún kom til baka fór hún fljótt aftur í fyrri störf.
- Maður frá Stokkhólmi fór til að berjast með hryðjuverkasveitum í heilagastríðinu. Expressen birtir mynd af aftökusveit ÍSIS sem Svíar tóku þátt í, sem skáru hálsinn af fórnarlömbum sínum. Þegar Maðurinn kom til baka fékk hann fljótlega aftur starf hjá heimilisþjónustu og hefur einnig starfað sem umsjónarmaður á heimili fyrir einsömul flóttabörn. Starfar sem félagsfræðingur í dag.
- 41 ára gamall maður frá Gautaborg fór til að berjast með ÍSIS 2013 og reyndi aftur að leika sama leik 2022 en var handtekinn á Landvetter flugvellinum. eftir 3 mánaða fangelsisvist var hann ráðinn sem frístundakennari.
- Annar maður frá Gautaborg 45 ára gamall barðist með ÍSIS og eftir fangelsið menntaði hann sig sem starfsvalsleiðbeinanda.
- Einn maður fór til ÍSIS til að berjast í heilagastríðinu. Eftir heimkomuna fékk hann fljótlega starf sem leiðbeinandi unglinga í sveitarfélagi sínu.
- Maður frá suðurhluta Svíþjóðar fór til ÍSIS 2015 og lét m.a. taka myndir af sér með hríðskotabyssu. Eftir að hann kom til baka fékk hann meðal annars starf hjá atvinnumiðluninni í sveitarfélaginu.
Hryðjuverkamenn sem koma til baka njóta meiri virðingar
Þannig má telja áfram. Fredrik Hultgren blaðafulltrúi leynilögreglunnar segir að ekki sé um samstæðan hóp að ræða:
„Eitt fremsta hlutverk leyniþjónustunnar er að hefta útbreiðslu ofbeldissinnaðrar róttækni, liðssöfnun og áróður. Það er auðvitað mikilvægt að einstaklingar sem eru ógn við öryggið vinni ekki við eða stuðli að róttækni í störfum þar sem þeir hafa möguleika á að breiða út rótttækni eða ná í nýja meðlimi.“
Leynilögreglan hefur tekið eftir því að sumir hryðjuverkamenn fái hærri virðingarstöðu eftir heimkomuna til Svíþjóðar. Expressen greindi frá því fyrr í ár, hvernig ÍSIS heilagastríðsmaður sem dæmdur var fyrir hryðjuverk fékk vinnu sem kennari í Gautaborg þremur mánuðum eftir að hann hafði setið af sér 8 mánaða fangelsisdóm. Mörg önnur dæmi um hversu auðveldlega ÍSIS hryðjuverkamenn komast inn í störf í Svíþjóð með börn og unglinga er að finna í grein Expressen hér.