Þeir græða billjónir á stríðsógninni

Marcus Wallenberg stjórnarformaður SAAB kemur ekki tómhentur undan stríðsógninni

Stríðið læðist sífellt nær Svíþjóð, ef marka má forystu landsins. Það veldur vissulega mörgum áhyggjum, en í hreinu efnahagslegu tilliti á versnandi öryggisástand sér augljósan sigurvegara: vopnaiðnaðinn. Eigendur sænska Saab, undir forystu Wallenberg-fjölskyldunnar, hafa orðið 60 milljörðum sænskra króna ríkari síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.


Þannig hefst grein Andreas Cervenka sem skrifar um efnahagsmál fyrir sænska Aftonbladet. Andreas Cervenka hefur hlotið ótal verðlaun fyrir skrif sín um efnahagsmál. Hans sérgrein er að gera flókin efnahagsleg sambönd skiljanleg á einföldu mannamáli. Í þessari grein skrifar hann um, hvernig stríðið í Úkraínu, stríðsæsingur Vesturvelda og eftirspurn eftir drápstólum sem ekki hefur sést síðan í seinni heimsstyrjöldinni kemur vopnasólinni inn á hlutabréfamarkaðinn og eykur við þegar stinnar pyngjur vopnasalanna.


Þeir græða billjónir á stríðsógninni

Ársupplagan af varnarmálaþingi „Fólk og varnir“ Folk och försvar hefur í ár stundum hljómað eins og þing fyrir áfallasinna. Fyrst kom Carl-Oskar Bohlin, almannavarnaráðherra, sem sló því föstu á sunnudag, að „það gæti orðið stríð í Svíþjóð.“ Þegar yfirhershöfðinginn Micael Bydén steig í ræðupúltið hafði hann með sér myndir frá sundursprengdri Úkraínu og kom með þau örlagafullu skilaboð, að þetta gæti verið landið okkar.

„Minn metnaður er ekki að búa til áhyggjur“ útskýrði Micael Bydén síðar við Aftonbladet. Samtímis hópuðust Svíar á Google í leit að orðum eins og „dósamatur,“ „olíueldunaratæki“ og „kreppukassi.“ Maður þarf ekki að lesa blöðin til að skilja að við lifum á órólegum tímum. Það er nóg að athuga gengi hlutabréfa.

Vopnaframleiðsla heims kiknar undan öllum pöntunum

Á þriðjudag hækkaði sænska varnarmálafyrirtækið Saab, sem meðal annars framleiðir orrustuflugvélina Gripen og Carl-Gustaf sprengjuvörpuna, um 4% á hlutabréfamarkaði. Nýtt hámark allra tíma. Á „Folk och Försvar“ var rætt við forstjóra Saab, Micael Johansson, sem bar vitni um, að vopnaverksmiðjur heimsins hafi ekki undan að framleiða.

„Allir vilja miklu meira, miklu hraðar og alls staðar“ sagði hann við Dagens Industri. Þetta sést vel í nýjustu hlutaársskýrslu Saab með fyrirsögninni „Sterkur skriðþungi á vaxandi markaði.“ Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs jókst veltan um 26% í rúma 35,5 milljarða og hagnaðurinn um 94% í 2,2 milljarða. Pantanirnar streyma inn, jukust um 39% í rúmlega 46 milljarða. Sænski herinn er að vígbúast á miklum hraða. Samkvæmt nýjustu fjárlögum ríkisstjórnarinnar munu fjárveitingar til hertækjakaupa hækka úr 28 milljörðum sænskra króna árið 2023 í 48 milljarða sænskra króna árið 2024.

Það er ekki bara Svíþjóð sem kaupir vopn, í skýrslunni skrifar Saab, að við séum á tímabili mestu fjárfestinga til varnarmála í 30 ár, ekki síst í Evrópu.

Markaðsvirði Saab hefur þrefaldast á tveimur árum

Dagana fyrir árás Rússa á Úkraínu 24. febrúar 2022 þá kostaði hlutabréf Saab 217 sænskar krónur. Í dag er gengið 660 SEK. Hækkun um rúmlega 200% gerir Saab hlutabréfin að þeim bestu meðal stórfyrirtækja Kauphallarinnar í Stokkhólmi. Markaðsvirðið hefur hækkað úr tæpum 30 milljörðum sænskra króna í 90 milljarða sænskra króna.

Meðal vinningshafa eru hinar ýmsu stofnanir Wallenberg-fjölskyldunnar, sem í gegnum fyrirtækin Investor og Wallenberg Investment eiga 39% hlut í Saab. Stjórnarformaður Saab er Marcus Wallenberg, en hlutabréf hans í fyrirtækinu hafa hækkað í verði úr 27 í 82 milljónir sænskra króna frá ársbyrjun 2022.

Forstjórinn Micael Johansson á hlutabréf að verðmæti 34 milljónir samkvæmt eignarhaldsþjónustunni Holdings. Margir Svíar fá sér far á vagninum líka, frá því stríð braust út hefur Saab fengið næstum tvöfalt fleiri hluthafa og er þeir núna yfir 100.000. Micael Johansson sewgir við Di, að hann sjái fyrir sér tíu ára vöxt. Hann dregur heldur ekki dul á, að fyrirtækið nýtur góðs af sænskri Nató-aðild.

Ár 2022 nýtt met í vopnakaupum heimsins: 405 000 000 000 000 000 íslenskar krónur

Samkvæmt alþjóðlegu friðarrannsóknastofnuninni í Stokkhólmi settu heildarútgjöld heimsins til varnarmála nýtt met að virði 30 þúsund milljörðum sænskra króna árið 2022. Í Mið- og Vestur-Evrópu eru tölurnar aftur komnar á sama stig og ríkti í kalda stríðinu. Bandaríkin eyða mestu, eyddu um 9.000 milljörðum sænskra króna til varnarmála sinna árið 2022.

Það er ekki bara Saab sem hefur staðið sig vel á hlutabréfamarkaði, hlutabréf British BAE Systems hafa meira en tvöfaldast frá ársbyrjun 2022 og eru metin á yfir 450 milljarða sænskra króna. Franski Thales hefur einnig hækkað um 100%.

Bandarísk varnarfyrirtæki eins og Lockheed, General Dynamics og Northrop Grumman hafa farið upp á hlutabréfamarkaðinn síðan stríðið í Úkraínu hófst og eru í methæðum.

Ef kauphöllin mælir rétt, þá munum við búa við stríðsógnina dágóða stund í viðbót.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa