Yfirlýsing ESB: Þurfum að minnsta kosti eina milljón innflytjenda árlega

ESB þarf að minnsta kosti eina milljón innflytjenda árlega til að bæta fólksfækkunina. Þessa yfirlýsingu gaf Ylva Johansson innanríkismálastjóri ESB á fundi í höfuðborg Grikklands, Aþenu, fyrr í vikunni.

Að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á Evrópa í erfiðleikum með að laða að hæfileikafólk á vinnumarkaðinn. Ylva Johansson heldur því einnig fram, að íbúum ESB á vinnualdri fækki um eina milljón á hverju ári. Hún sagði:

„Þetta þýðir, að löglegur fólksinnflutningar þarf að stækka um a.m.k. milljón manns á ári og það er í raun áskorun að gera það á skipulagðan hátt.“

Íbúunum fækkar

Nú þegar koma um 3,5 milljónir innflytjenda löglega til ESB á hverju ári. Til viðbótar koma um 300.000 ólöglegir innflytjendur. Framkvæmdastjórn ESB spáir þó enn hærri tölum og heldur því fram að án fjöldainnflutnings fólks muni vinnandi fólki innan ESB fækka úr 334 milljónum árið 2014 í um 238 milljónir árið 2060.

Nýjustu mannfjöldaspár frá Eurostat, hagstofu ESB, benda til þess að íbúum ESB muni fjölga til ársins 2026 þegar þeir ná hámarki 453 milljónir. Eftir það munu þeim fækka smám saman í 447,9 milljónir árið 2050 og enn hraðar fram til loka aldarinnar í 419,5 milljónir árið 2100.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa