Tusk breytir Póllandi í lögregluríki: Lögreglan stormaði forsetahöllina og handtók fyrrum ráðherra

Mariusz Kaminsk, innanríkisráðherra t.v. og Maciej Wąsik, aðstoðarinnanríkisráðherra t.h. Mynd © Kancelaria Premiera/Gov.pl

Ný ríkisstjórn Póllands undir forsæti Donald Tusk heldur áfram hreinsunum sínum sem beinast að fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Á þriðjudaginn réðust lögreglusveitir inn í forsetahöllina og handtóku tvo fremstu leiðtoga íhaldsmanna og fyrrum ráðherra og fóru með þá í fangelsi grunaða um „valdníðslu.“ Með athæfi sínu siglir Tusk Póllandi beint út á opið haf sundrungar og innanlandsátaka. Handtakan kemur í kjölfar hreinsana Tusks á fjölmiðlum landsins en blaðamenn voru reknir frá opinberum fjölmiðlum og Evrópusambandsbullur settar í staðinn. Nýr raunveruleiki Pólverja er því dögun lögregluríkis í nafni glóbalismans og ESB.

Þessi óheyrilegi atburður að storma forsetahöllina er hluti af áframhaldandi átökum milli nýja forsætisráðherrans Donald Tusk og forseta Póllands Andrzej Duda.

Fyrstu pólitísku fangar í Póllandi síðan 1989

Pólska lögreglan stormaði forsetahöllina á þriðjudag og handtók fyrrum innanríkisráðherra Mariusz Kaminski og fyrrverandi aðstoðarinnanríkisráðherra Maciej Wasik frá flokknum Lög og réttvísa. Voru ráðherrarnir í boði Andrzej Duda forseta í forsetahöllinni. Sjálfur var forsetinn á fundi í öðru húsi með leiðtoga stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands, Svetlönu Tsjíkanúska, þegar lögreglan stormaði forsetahöllina.

Hundruð stuðningsmanna íhaldsflokksins PiS söfnuðust saman um kvöldið fyrir utan forsetahöllina og fyrir utan lögreglustöðina þar sem stjórnmálamennirnir tveir voru í haldi. Var þess krafist að pólitísku fangarnir yrðu látnir lausir og hrópaði mannfjöldinn einnig „Skömm!“ til lögreglu og yfirvalda. Forseti Póllands tilkynnti að hann myndi senda bréf til leiðtoga erlendra ríkja, til að útskýra að aðgerðin hafi verið ólögleg og brot á stjórnarskrá Póllands. Formaður flokksins Lög og réttvísa, Jaroslaw Kaczynski. fordæmdi handtökurnar og sagði fyrir utan fangelsið í Varsjá:

„Við höfum fengið okkar fyrstu pólitísku fanga síðan 1989. Þetta er afskaplega sorglegt, vegna þess að mennirnir eru dæmdir fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið og einmitt þeir sem voru að berjast gegn glæpum sem háttsett fólk hefur framið.“

Bakgrunnur málsins

Forsaga handtökunnar er sú að Mariusz Kaminski, fyrrverandi innanríkisráðherra og yfirmaður miðstöðvar gegn spillingu – CBA – og fyrrverandi aðstoðarráðherra hans, Maciej Wąsik, voru dæmdir í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir að hvetja til spillingar og skjalafölsunar á vegum CBA gegn stjórnmálamönnum sem grunaðir voru um mútur. Duda forseti náðaði báða stjórnmálamennina árið 2015 en hæstiréttur ógilti síðar ákvörðun hans. Fyrrverandi ráðherrarnir Kaminski og Wasik voru aftir ákærðir af nýrri ríkisstjórn Donald Tusk með hraði í desember og dæmdir aftur fyrir sama afbrot. Að þessu sinni í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi.

Hér má sjá viðbrögð fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, við atburðinum og þar fyrir neðan eru tvö myndbönd vegna handtökunnar:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa