Ný ríkisstjórn Tusks ræðst á blaðamenn í Póllandi – rekur ritstjórnir og lokar fjölmiðlum – setur ESB-bullur í staðinn

Hreinsanir ríkisstjórnar Tusks í Póllandi á blaðamönnum með lokun fjölmiðla með lögregluvaldi og brottrekstri ritstjórna eru þaggaðar niður í meginfjölmiðlum innan ESB. Fyrrum háar raddir fyrir málfrelsi og lýðræði eru nú svo hásar að ekkert heyrist, þegar verið er að brjóta á blaðamönnum í Póllandi og einungis leyft að hlýða á rödd valdhafa og Evrópusambandsins.

Tusk forsætisráðherra byrjaði strax á því í desember að skipa pólsku lögreglunni að ráðast inn í höfuðstöðvar TVP með kylfur á lofti. TVP er ríkisfjölmiðill með sjónvarps og útvarpsstöðvar.

Dýraþættir í stað frétta, vefsíðan tóm

Lögreglan lokaði báðum sjónvarpsstöðvunum rak ritstjórana út, lokaði vefsíðu TVP og Youtube-reikningnum fyrirtækisins. Jafnframt var slökkt á enskri rásin sem meðal annars er stór fréttastöð um Úkraínustríðið. Tusk segir aðgerðirnar gerðar til að „stjórnmála-afvæða“ ríkisfjölmiðlana. Gagnrýnendur segja hins vegar, að fara þurfi aftur til kommúnistatímans til að finna valdbeitingu pólskrar ríkisstjórnar gegn blaðamannastéttinni á þann hátt sem Tusk beitir.

Fyrir pólska sjónvarpsáhorfendur eru „dýraþættir“ í stað fréttatíma og vefsíðan er tóm. Milli 30 og 40% pólskra heimila verða fyrir áhrifum þegar verið að þagga niður í stærsta ljósvakamiðli landsins.

Önnur eins villimennska ekki sést síðan á tíma kommúnismans

Gagnrýni á árásina á TVP hefur verið hörð frá pólsku stjórnarandstöðunni. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Mateusz Morawiecki, lýsti því yfir að um brot á bæði stjórnarskrá og lögum væri að ræða.

Blaðamenn sem voru fluttir út úr byggingunni af lögreglu vopnaðri byssum, lýsa yfir hneykslun sinni og nota orð eins og „villimennska“ um aðgerðirnar. Af ótta við frekari hefndaraðgerðir frá ríkisstjórn Tusk kjósa margir þeirra að halda nöfnum sínum leyndum. Starfsmennirnir hafa ekki fengið neinar skýringar og árásin á sjónvarpshúsið var heldur ekki undirbúin á þingi eða neinar umræður um hana áður heldur lét Tusk framkvæma árásina svipað eins og þegar herinn tekur völdin.

Yfirmaður ríkisútvarpsráðs Póllands, Maciej Swirski gagnrýnir árásirnar harðlega:

„Að slökkva á sjónvarpsrásinni og vefsíðu TVP er lögleysa og minnir á verstu tíma herlaga .“

Hafna tali um „stjórnmálalega afvæðingu“

Swirski hafnar einnig öllu tali frá Tusk um „stjórnmálalega afvæðingu.“ Að hans sögn er enginn vafi á því, að hér er þvert á móti um hrottafengna stjórnmálalega aðgerð að ræða. Hann segir:

„Pólitísk markmið geta ekki verið afsökun fyrir því að brjóta gegn eða sniðganga stjórnarskrár- og lagaákvæði.“

Tusk og pólitískir vildarvinar hans styrkja tök sín á ríkisstjórnarvaldinu með því að útrýma stórum hluta þess gagnrýna eftirlits sem þeir myndu sæta, hefði TVP fengið að halda áfram starfseminni. Lokun frjálsrar blaðamennsku í Póllandi virðist algjörlega hafa „farið fram hjá“ fréttamiðlum glóbalismans á Vesturlöndum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa