Þögla hrunið – það versta í 247 ár

Andreas Cervenka er einn skarpasti fjármálaskríbent Svíþjóðar og hefur hlotið fjölda verðlauna. Hann skrifaði fjölda greina í Sænska dagblaðið SvD áður en hann fór til starfa fyrir Aftonbladet, þar sem hann vinnur núna. Hann sendir einnig reglulega út fréttabréf og að neðan er saxað úr því nýjasta:


Það hefur gengið erfiðlega á hlutabréfamarkaðnum í haust – undanfarnar vikur hefur vísitalan dregist aftur úr og er núna í mínus fyrir árið 2023. Þegar hlutabréfamarkaðurinn fellur veldur það venjulega stórum fyrirsögnum. Það sem gerist á skuldabréfamarkaðinum vekur hins vegar aðeins áhuga hörðustu áhugamanna. Það er svolítið skakkt. Í raun er markaður fyrir skuldabréf bæði umtalsvert stærri og mikilvægari en hlutabréfamarkaðurinn.

Árið 2022 var verðmæti allra skráðra fyrirtækja heims samtals um 100.000 milljarða dollara (já, ég veit að talan er svo vonlaust há, að maður getur orðið máttlaus bara við að reyna að átta sig á henni. Til samanburðar má benda á, að verg landsframleiðsla alls heimsins var álíka mikil). Verðmæti alþjóða skuldabréfamarkaðarins var á sama tíma 133.000 milljarðar dollarar. Þegar sá markaður færist upp og niður hefur hann því meiri áhrif á uppsafnaðan auð í heiminum en sveiflur á hlutabréfamarkaði. Sú staðreynd, að við erum að ganga í gegnum stærsta hrun sögunnar, ætti því að að vera efst á fréttalistanum. En það gerist ekki.

Vextir á ríkisskuldabréfum komnir yfir 5% í fyrsta sinn síðan 2007

Ein skýringin er kannski sú, að hlutabréfamarkaðurinn er sjónrænni. Þegar vextirnir lækka þá lækkar verðgildið líka – við verðum fátækari. Á skuldabréfamarkaði er þessu öfugt farið – þegar vextir hækka, þá lækkar verðmæti skuldabréfanna. Hvernig hangir það saman? Mjög einfaldað má lýsa því eitthvað á þessa leið: Skuldabréf er lán, skuldabréf þar sem útgefandinn – fyrirtæki eða ríki, skuldbindur sig til að greiða árlega vexti. Þegar vextir tóku að hækka á árunum 2021-2022, þá urðu þessi skuldabréf mjög dýr saga, því betri vexti mátti fá á nýútgefnum bréfum.

Þetta er sá útreikningur sem hefur áhrif á verð eftirmarkaðarins, þar sem viðskipti eru með skuldabréf fyrir þúsundir milljarða á hverjum einasta degi. Verð skuldabréfa til langs tíma hefur mestu áhrifin, þar sem kaupendur, þ.e.a.s. lánveitendur, hafa bundið sig við að fá lága vexti í langan tíma. Til dæmis hafa vextir á tíu ára bandarískum ríkisskuldabréfum hækkað úr 0,5% í ágúst 2020 í rúm 5% nýlega í fyrsta sinn síðan 2007.

Vísitala langtíma skuldabréfa hefur lækkað um meira en 50%

Vísitalan sem sýnir virðisþróun bandarískra langtíma skuldabréfa hefur á sama tíma lækkað um meira en 50%. Það er hrun sem yfirgnæfir lækkun kauphallarinnar í New York í hinu svokallaða dotcom-hruni. Samkvæmt Bank of America er það mesta lækkun á skuldabréfamarkaði í 247 ára sögu Bandaríkjanna. Allir þeir – og þeir eru margir, sem keyptu skuldabréf þegar vextir voru lágir sitja þannig uppi með gríðarlegt tap. Seðlabanki Svíþjóðar er einn þeirra. Í vikunni var tilkynnt, að seðlabankinn óskaði ​​eftir 80 milljörðum sænskra króna til viðbótar frá þinginu. Aðrir seðlabankar, eins og seðlabanki ESB, sitja einnig uppi með stórtjón eftir svipuð kaupáhlaup.

Tap á ríkisskuldabréfum ástæða bankagjaldþrotanna sl. vor

Staðan er þó erfiðust fyrir bankana, sérstaklega í Bandaríkjunum. Mikið tap á skuldabréfum kom af stað vorkreppunni í Bandaríkjunum, þar sem fleiri bankar fóru á hausinn. Samkvæmt nýlegum tölum sitja bandarískir bankar uppi með óinnleyst tap upp á samtals rúmlega 6.000 milljarða sænskra króna. Ef þetta væri innleyst á einni nóttu myndi fjármálakerfið hrynja. Af skiljanlegum ástæðum hafa bandarísk stjórnvöld gert sitt besta til að koma í veg fyrir að það gerist.

Þegar kreppan skall á síðasta vor gátu bankar í kreppu fengið peninga að láni frá seðlabankanum með veði í skuldabréfum sínum. En verðið var miðað við kaupverð en ekki markaðsverð. Það er álíka og að veðsetja gamalt sjónvarp í veðlánabúðinni á verði ársins 1997.

Svipað ástand og árið 2007 – síðan kom hrunið

Í lok ágúst höfðu bankarnir lánað yfir 120 milljarða dollara, sem er tvöfalt hærri upphæð en þegar áætlunin var gangsett í mars í ár. Stórir hlutar bandaríska bankakerfisins eru því enn í slæmum málum og kæmust ekki af án kreppupeninga frá stjórnvöldum.

Niðurstaðan: timburmönnum brjáluðu lágvaxtaáranna er hvergi nærri lokið. Það eina sem heldur heiminum frá stóru hruni eru ýmiss konar björgunaraðgerðir og hugmyndaríkt bókhald. Meira um það síðar.

Síðustu vikuna hefur hver metskýrslan á fætur annarri borist frá sænsku bönkunum. Síðast þegar bankarnir græddu svona mikið var árið 2007. Ykkur grunar ekki hvað gerðist eftir það……

Andreas Cervenka

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa