Þúsundir stuðningsmanna Hamas lokuðu Brooklyn brúnni í New York í gær

Mail Online greinir frá mótmælum þúsunda stuðningsmanna Hamas sem lokuðu Brooklyn brúnni í New York í gær. Lýst var yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin Hamas og voru miðar með ógeðslegu gyðingahatri límdir á glugga verslana og fyrirtækja.

Mótmælin „Flóð Brooklyn fyrir Palestínu“ komu daginn eftir, að mótmælendur sem styðja Hamas lokuðu Grand Central lestarstöðinni á Manhattan í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðu Ísraels í Gaza. Límmiðar með ógeðslegu gyðingahatri voru límdir á glugga fyrirtækja og verslana. Á miðunum var boðskapur eins og „Síonismi er hryðjuverk,“ „Frá Bandaríkjunum til Palestín:. Afnemið landnemaríkið“ og „Frelsið Palestínu.“

Á skiltum og borðum mótmælenda mátti m.a. lesa: „Frelsum Palestínu, Síonismi er hryðjuverk, Síonistar kveikja eldinn og gyðingdómur fordæmir Ísraelsríki“. Daily Mail greinir frá því að gyðingar hafi haldi upp skiltum með áróðri gegn Síonisma og fordæmingu gegn Ísrael. Mótmælendurnir hrópa slagorð í stíl með: „Ísrael þú getur ekki falið þig! Við kærum þig fyrir þjóðarmorð!“

Myndbönd sýna einnig þegar æsingamenn hliðhollir Hamas fóru efst á virki Brooklyn-brúarinnar og veifuðu Palestínufánum þaðan. Heimildarmaður New York Post sagði að búist var við, að lögregla New York borgar hefði haft á milli 1.500 og 1.800 lögreglumenn staðsetta meðfram götum að brúnni.

HORFA:

Mótmælendur héldu á borða sem á stóð „Andfasísk samfylking múslima og gyðinga.“ Einn mótmælenda sagði við New York Post:

„Persónulega finnst mér, að Ísraelsríki ætti ekki að vera til. Ég held að enginn nema við getum gefið landið aftur til baka til Palestínu.“ Aðrir mótmælendur hafa stimplað gyðinga á götum úti sem „síonista svín.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa