​Þýsk stjórnvöld samþykkja neyðarbjörgun risastórs vindorkugarðs – rætt um ríkisábyrgð fyrir Siemens

Reuters greinir frá því, að þýska ríkisstjórnin, Siemens AG og aðrir aðilar muni veita milljarða evra í verkefnaábyrgð til að styðja við vindmylludeild Siemens AG sem er í efnahagslegum kröggum. Þessi fjárhagsaðstoð kemur aðeins nokkrum vikum eftir að fyrirtækið varaði við auknu tapi innan um hrun í vind- og sólariðnaði.

Þrír aðilar sem þekkja til viðræðnanna sögðu að stærsti hluthafi Siemens Energy, Siemens AG, með 25,1% hlut, væri reiðubúinn til að leggja fram einhverjar tryggingar. Upplýsingar eru enn af skornum skammti og ekkert hefur verið ákveðið, þar sem gera þarf formlegan samning sem verður studdur af öllum hagsmunaaðilum.

Á í erfiðleikum með að fá bankaábyrgð

Í síðasta mánuði sagði Reuters, að Siemens Energy væri að ræða ríkisábyrgð við þýsk stjórnvöld:

„Siemens Energy óttast erfiðleika við að fá bankatryggingar og hefur því leitað til ríkisstjórnarinnar og Siemens til að fá tryggingar, sagði viðskiptablaðið WirtschaftsWoche.“

„Vikublaðið, sem fyrst greindi frá viðræðunum ásamt Spiegel, sagði að Siemens Energy sækist eftir allt að 15 milljörðum evra í ábyrgðir.“

„Þýska ríkið myndi taka á sig ábyrgð á 80% af upphaflega 10 milljarða evra fjármögnunarhluta, en bankar yrðu ábyrgir fyrir hinum 20%, sagði WirtschaftsWoche.“

Talsmaður Siemens AG sagði að fyrirtækið væri áfram í „mjög uppbyggilegum viðræðum um að skilgreina bestu mögulegu lausnina í þágu allra hlutaðeigandi.“

Hlutabréf Siemens hafa hrunið meira en 70% síðan í júní

Hlutabréf Siemens Energy í Þýskalandi hafa hrunið um meira en 70% síðan um miðjan júní þar sem það hefur fallið frá hagnaðarhorfum sínum fyrir árið 2023 eftir að endurskoðun á vindmyllueiningunni leiddi í ljós milljarða evra vandamál. Hlutabréf hækkuðu um 5% samkvæmt frétt Reuters í dag.

Á sama tíma heldur fjármálakreppan áfram að aukast í vindiðnaðinum, þar sem stærsti framleiðandi vindorkuvera í heimi, Ørsted, hættir við stór verkefni í Bandaríkjunum vegna æðandi verðbólgukostnaðar og dýrtíðarumhverfis. Fjármálakreppa endurnýjanlegrar vindorku hefur breiðst út til sólarorkunnar, þar sem hlutabréf margra sólarorkufyrirtækja hafa hrunið vegna minnkandi eftirspurnar.

Bretar hyggjast auka ríkisútgjöld til „grænna“ niðurgreiðslna

Blomberg greinir frá því, að bresk stjórnvöld séu að undirbúa verulega hærri styrki til nýrra vindorkuvera á sjó til að koma hreinni orkustefnu landsins á réttan kjöl eftir að verktaki sniðgekk fyrra útboð, þar sem verðið var of lágt fyrir byggingu sjávarvindmyllugarða.

Stærsti vindframleiðandi til hafs í heiminum, danska Orsted A/S, mun ákveða í desember hvort haldið verði áfram með uppbyggingu verkefnisins í Bretlandi, en sænska Vattenfall AB dró sig úr risaverkefninu fyrr í ár vegna mikils kostnaðar og fyrirsjáanlegs taps. Þó að hærri niðurgreiðslum verði lofað í næstu útboðslotu AR6, sem gæti endurvakið þróun vindorku á hafinu, mun það vafalaust skila sér í auknum raforkukostnaði fyrir neytendur sem enn eru hlaðnir himinháum reikningum í kjölfar orkukreppunnar í fyrra.

Grænu orkuskiptin að fara á hausinn

Orkubreytingin yfir í endurnýjanlega orku um allan hinn vestræna heim er að fara á hausinn. Lög Biden-stjórnarinnar um lækkun verðbólgu í Bandaríkjunum snérust um „sjálfbæra“ vindorku……þannig að styst gæti í þörf á víðtækum björgunaraðgerðum fyrir „græna“ hagkerfið þar sem í Evrópu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa