Þýskaland notar brúnkol eftir lokun kjarnorkuvera

Þegar það kólnaði aðeins í vikunni í Evrópu, þá þurfti Þýskaland að gangsetja aðra brúnkolavirkjun og er það annan veturinn í röð sem slíkt er gert. Undanfarna 30 daga hefur kolaorkan verið tæpur helmingur af raforkuframleiðslu Þýskalands. Landið verður einnig að flytja inn raforku í ár.

Jänschwalde er eitt stærsta orkuver Þýskalands sem knúið er með brúnkolum, sem er „skítugasta“ orkutegundin. Orkuverið var áður í eigu sænska Vattenfall en var selt árið 2016.

Brúnkol í stað kjarnorku

Virkjunin var notuð síðasta vetur og sett sem varastöð í júní og er núna í gangi aftur til að mæta eftirspurn eftir rafmagni. Samtímis fór raforkuverðið upp í 1,55 sænskar krónur á kílóvattstund, sem er hæsta verð í meira en mánuð. Staffan Reveman, sérfræðingur í þýskri orkustefnu segir við Viðskiptablaðið:

„Þetta er skelfileg afleiðing af ömurlegri stefnu Þjóðverja, þar sem þeir völdu að leggja niður jarðefnalausa kjarnorku og treysta á orkugjafa sem skilar aðeins orku við rétt veðurskilyrði. Þegar það er ekki rok og sólin skín ekki þarf að nota það sem til er og í Þýskalandi er það brúnkolin.“

Frakkar fjárfesta í kjarnorku

Nágrannalandið Frakkland notar 70% kjarnorku og er stærsti nettóútflytjandi raforku í Evrópu. Kjarnorka þeirra er meðal annars flutt út til Þýskalands. Staffan Reveman segir:

„Stjórnmálamönnum í Þýskalandi er meinilla við að tala um það og fjölmiðlar eru ekkert að flíka með það, að auk jarðefnaorkunnar þá treystir Þýskaland að stórum hluta á innflutning frá franska kjarnorkuveldinu. En þegar Frakkar voru í vandræðum með kjarnaofna sína, þá var það stöðugt tekið upp.“

Í Frakklandi, ólíkt Þýskalandi, er mikið fjárfest í kjarnorku með sex nýjum kjarnakljúfum auk endurbóta og lengingu líftíma á núverandi kjarnorkuverum Frakka, sem í dag samanstanda af 56 kjarnakljúfum.

Niðurgreitt raforkuverð

Frá því í apríl hefur þýsk kjarnorka endanlega verið tekin úr notkun. Í dag eru það jarðefnaorkan sem stendur fyrir stöðugleika og grunnafl og landið hefur um 15 sinnum meiri losun í raforkugeiranum en Frakkland. Þýskir stjórnmálamenn ræða einnig um niðurgreiðslu á raforkuverði um allt að 70 aurum sænskum á kílóvattstund svo iðnaðurinn flytji ekki úr landi. Árið 2017 var Þýskaland stærsti útflytjandi Evrópu. Í tölum er þetta samdráttur frá útflutningi upp á 60 teravattstundir árið 2017 í innflutning upp á 13 teravattstundir fram í október í ár. Mismunurinn á ársgrundvelli samsvarar meira en helmingi af raforkunotkun Svíþjóðar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa