Greta Thunberg stimpluð sem hryðjuverkakona

Hin margdæmda Greta Thunberg tekur afstöðu fyrir Gaza og Palestínu í hryðjuverkastríðinu sem stendur yfir gegn Ísrael. Hún skrifar um það á samfélagsmiðlunum Instagram og X.

Greta Thunberg skrifar:

„Vika 270. Í dag förum við í verkföll til að sýna samstöðu með Palestínu og Gaza. Heimurinn verður að hækka róminn og krefjast tafarlaust að komið verði á vopnahlé, réttlæti og frelsi fyrir Palestínumenn og alla óbreytta borgara.“

Aðdragandinn er stríðið sem Palestína hóf 7. október, þegar Hamas réðst inn í Ísrael með þúsundum hryðjuverkamanna. Meira en 1.400 manns, flestir almennir borgarar, létu lífið og þúsundir til viðbótar særðust. Talið er að um 200 Ísraelsmönnum og einnig erlendum ferðamönnum hafi verið rænt og þeir fluttir til Gaza. Í hinum enda landsins hafa hryðjuverkasamtökin Hezbollah, með aðsetur í Líbanon, einnig ráðist á skotmörk í norðurhluta Ísraels undanfarnar vikur.

Vaxandi þrýstingur

Eftir hryðjuverkaárásina hafa Ísraelar lýst yfir stríði í fyrsta skiptið í 50 ár og Gaza hefur verið lokað. Ísraelar hafa gert fjölda loftárása á Hamas til að komast að vopnum og innviðum palestínsku hryðjuverkamannanna. Um milljón Palestínumanna og hálf milljón Ísraela hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Ekki síst vegna loftárása andstæðingsins og eldflaugaskota.

Mikill þrýstingur hefur verið á Ísrael að aflétta lokun á Gaza og hleypa eldsneytisflutningum í gegn og opna fyrir rafmagn og vatn. Greta Thunberg gengur núna til liðs við þá sem opinberlega styðja hryðjuverkastjórn Hamas í Gaza. Stjórnvöld í Jerúsalem telja hins ekki, að það sé ekki á ábyrgð Ísraela að sjá fyrir Palestínumönnum á Gaza sem núna er er opinberlega skilgreint sem landsvæði óvinarins.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa