Swebbtv segir frá því skv. rússneskum heimildum, að vesturlönd standi að baki tilraunar til „litaðrar byltingar“ í Serbíu svipaðri appelsínugulu byltingunni í Kænugarði ár 2014.
Á aðfangadag reyndu mótmælendur frá vestvinveittu stjórnarandstöðunni að hertaka ráðhúsið í Belgrad. AP segir að lögreglan hafi beitt táragasi gegn mótmælendum.
Stjórnarandstaðan sættir sig ekki við niðurstöðu kosninganna
Koma mótmælin í kjölfar sigurs flokks Aleksandear Vucics forseta, SNS (Srpska Napredna Stranka), sem nýlega vann kosningarnar í Serbíu. SNS fékk 46,72% atkvæða sem nægði ekki til eigins meirihluta. Flokkurinn SPN (Srbija protiv nasilja) eða Serbía gegn ofbeldi sem er fylgjandi ESB, fékk 23,56% atkvæða og segir að SNS hafi svindlað í kosningunum. Neitar SPN að samþykkja útkomu kosninganna og krefst þess, að ESB hafni niðurstöðu þeirra líka. Stuðningsmenn SPN stóðu fyrir uppþotinu við ráðhúsið í Belgrad á aðfangadag. Tveir stjórnmálamenn flokksins Srdjan Milivojevic og Vladimir Obradovic reyndu að brjóta upp dyrnar að ráðhúsinu áður en lögreglan kom á vettvang og stuggaði fólkinu frá.
Í fjölmiðlum Vesturlanda er talað um kosningasvindl. En samkvæmt Serbíu og Rússlandi, sem styður Serbíu, þá reyna erlend öfl að koma á „litaðri byltingu“ í landinu.
Tilraun til að grafa undan fullveldi Serbíu
Samkvæmt Tass er verið að gera tilraun til að grafa undan fullveldi Serbíu. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, segir við Tass:
„Tilraunir sameinaðra Vesturlanda til að skapa ólgu í landinu með svipuðum aðferðum og í Maidan valdaráninu (í Úkraínu) eru augljósar.“
Rússar eru sagðir hafa varað Serba fyrirfram við valdaránstilrauninni.