Sænski miðillinn Frihetsnytt fjallar um Endurræsinguna miklu, stærsta alþjóðaverkefni í heiminum, sem World Economic Forum, WEF, vinnur af öllum kröfum að koma í gegn um þessar mundir. Sænski sérfræðingurinn Hans Erixon hefur rannsakað WEF síðan 2007. Hér kemur fyrsti hlutinn um sögu og skipulagningu WEF.
Hans Erixon lýsir aðdraganda að stofnun World Economic Forum, WEF, sem rekja má allt aftur til ársins 1921. Klaus Schwab vill ekki tala um tímann fyrir stofnun WEF og einmitt þess vegna velur Hans Erixxon að gera það. Glóbalistarnir eru virkir á fjölda mismunandi sviðum og þekkja má sama fólkið á flestum þeirra eins og Rockefeller. Það sem sameinar þá alla, er að þeir líta á fólksfjölgun sem mikla ógn og að meint loftslagsógn sé áhrifaríkt tæki til að reka fólk og fyrirtæki á þann stað sem þeir vilja.
Hinn ungi Schwab
Saga Klaus Schwab hófst í Þýskalandi árið 1938. Sem ungur maður stundaði hann nám við hinn virta bandaríska háskóla Harvard, þar sem hann kynntist Henry Kissinger sem hefur verið leiðbeinandi hans eftir það. Hinn 100 ára gamli Kissinger er enn leiðbeinandi hans og virkur þátttakandi í WEF, þótt það sé núna gert í fjarlægð. Líta má á WEF meira og minna sem fjölskyldufyrirtæki, þar sem Klaus Schwab situr sem köngulóin í vefnum. Eiginkonan og tvö börn eru einnig virk í störfum fyrir WEF og dóttirin Nicole er talin líklegasti arftaki 85 ára föðurins.
Á myndskeiðinu að neðan sem er á sænsku á eftir stuttu myndskeiði á ensku með Yuval Noah Harari, hugmyndafræðilegum persónulegum ráðgjafa Klaus Schwab, er sagan á bak við tilkomu World Economic Forum útskýrð, hvernig stofnunin er uppbyggð og hvernig henni er stjórnað. Í komandi greinum verður fjallað um hvernig WEF fer í gegnum Umskiptin miklu (var áður kallað Endurræsingin mikla), hvernig samstarfið er á alþjóðavettvangi í gegnum ýmsar alþjóðlegar stofnanir, hvernig ákvarðanir WEF hafa áhrif á okkur í daglegu lífi okkar og margt fleira.