Tími kominn að leggja niður Evrópusambandið

Bændur eru í uppreisn gegn Brussel og hatrið gegn ESB fer stöðugt vaxandi meðal bænda. Eva Vlaardingerbroek, hollenski réttarheimspekingurinn og baráttukona í fremstu fylkingu gegn glóbalismanum á heimsmælikvarða segir tíma kominn til að rífa niður Babelturninn og leggja niður Evrópusambandið.

Mótmæli bænda beinast að Evrópusambandinu og öllum þeim reglum sem sambandið girðir um landbúnaðinn og starfsemi bænda. Sumir bændur telja, að markmiðið sé að gera bændur gjaldþrota með öllum reglunum svo glóbalistarnir geti tekið yfir matvælaframleiðsluna.

Mynd af brennandi þingi ESB fer víða núna á samfélagsmiðlum meðal bænda og tjáir hug þeirra til Evrópusambandsins (sjá X að neðan og mynd með greininni að ofan).

Eva Vlaardingerbroek, dreifir myndinni á X með orðunum:

„Það er kominn tími til að rífa niður Babelturninn. Það er kominn tími til að afnema ESB.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa