ESB er orðið skrímsli – bændur rísa upp í hverju landinu á fætur öðru

Franskur bóndi keyrir dráttarvél sína í átt til Parísar en franskir sem aðrir bændur verja lífsafkomuna og fæðukeðjuna fyrir mannfólkið sem hefur hrist upp í glóbalistum að undanförnu.

ESB hefur farið út af sporinu og breyst í skrímsli sem ógnar evrópskum landbúnaði. Þess vegna má sjá bændauppreisnir í hverju landinu á fætur öðru í Evrópu. Það segir fyrrverandi SVT blaðamaðurinn Chris Forsne í Swebbtv. ESB fjarlægist sífellt íbúa meginlands Evrópu og er hætt að vernda ekki sína eigin borgara. „Þetta getur ekki haldið svona áfram“ segir Forsne.

Það er ekki bara í Þýskalandi sem bændur rísa upp. Það sama gerist í Frakklandi. Að sögn TT voru 15.000 lögreglumenn sendir til að takast á mótmæli bænda m.a. vegna lokunar Parísar. Einn bóndi sagði við AFP:

„Þetta er síðasta baráttan fyrir lífi landbúnaðarins. Þetta er spurning um að geta haldið áfram.“

Njósnað um bændur með drónum

TT skrifar að auk Þýskalands og Frakklands þá hristir bændauppreisnin einnig upp í yfirvöldum Póllands, Rúmeníu, Hollands og Belgíu. Mótmælin snúast að miklu leyti gegn ESB. Glóbalistarnir eru í stríði við bændur í Evrópu. Sagan endurtekur sig. Chris Forsne, fyrrum blaðakona sænska sjónvarpsins, útskýrir í Swebbtv að margir franskir ​​bændur lifi undir fátæktarmörkum:

„ESB hefur komið á gríðarlegu stjórnsýslukerfi með eftirliti og reglugerðum sem leggjast á herðar evrópska bænda. Franska ríkið hefur fyrir sitt leyti sett viðbótarreglur á bændurna. Þegar þeir eru að sinna störfum á jörðum sínum og með búfénaði, þá þurfa þeir einnig að vinna sig gegnum hauga af pappírum og eftirlitsskýrslum sem þeir þurfa að fylla. Utanaðkomandi eftirlitsmenn koma síðan og athuga að landbúnaðarreksturinn sé í samræmi við pappírana. Meira að segja eru drónar sendir til að hafa eftirlit með bændum.“

Annan hvern dag fremur franskur bóndi sjálfsmorð

Forsne bendir einnig á að bændur séu að rísa upp í mörgum löndum í Evrópu:

„Þetta getur ekki haldið svona áfram. Sagt er að annan hvern dag fremji franskur bóndi sjálfsmorð. ESB er orðið að skrímsli – umfram allt að búrókratísku stjórnunarkrímsli. Þetta hefur gengið svo langt, að ESB tapar fylgi meðal íbúa ýmissa Evrópulanda. Evrópa er sjúk. Almenningur fær ekki mikið að vita um það sem er að gerast.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa