Uppreisn bænda berst til fleiri landa í Evrópu

Uppreisn bænda breiðist út um alla Evrópu. Mikil bændamótmæli eru fyrirhuguð á Spáni og Portúgal. (Skjáskot: Youtube).

Nýleg mikil og árangursrík bændamótmæli í Þýskalandi og Frakklandi hafa gefið bændum um alla Evrópu innblástur. Núna er verið að skipuleggja mótmæli bænda í nokkrum löndum.

Þýskaland bókstaflega stöðvaðist vegna mótmæla bænda og í Frakklandi hafa stjórnvöld neyðst til að gefa eftir gagnvart bændum. Núna eru í gangi bændamótmæli í Belgíu og verið er að undirbúa mótmæli bænda á Spáni og Portúgal.

Mótmæli eru fyrirhuguð á Spáni

Í febrúar munu spænskir bændur láta sjá sig á vegum og götum. Þessu lofa stærstu bændasamtök Spánar, Asaja, COAG og UPA, að því er Reuters greinir frá. Um 200 þúsund bændur eru meðlimir í bændasamtökunum Asaja. Mótmælum er eins og annars staðar innan ESB beint gegn umhverfisstefnu ESB og árásum ESB á landbúnaðinn. Einnig munu spænskir bændur sýna samstöðu með öðrum bændum sem hafa verið framarlega í mótmælum eins og í Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi og Belgíu.

Miklir þurrkar hafa verið á Suður-Spáni að undanförnu, sem hafa lent harkalega á bændum samtímis sem þeir neyðast til að keppa við matvæli sem eru innflutt frá útlöndum. Í nágrannaríkinu Portúgal ætla bændasamtökin „The Portuguese Farmers’ Union“ að efna til mótmæla. Hvenær þau hefjast og hvernig skipulag þeirra verður hefur enn ekki verið ákveðið.

Fullveldissinnar styðja bændur

Íhaldssinnaði flokkurinn Vox tekur skýra afstöðu fyrir spænska bændur. Í færslu á heimasíðu flokksins er þeim kröfum lýst sem þinghópur Vox setur fram á spænska þinginu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til verndar bændum.

Meðal annars er þess krafist, að ESB takmarki loftslagskröfur sínar og að dregið verði úr innflutningi ódýrra matvæla erlendis frá verði. Þess er einnig krafist að komið verði á þjóðlegu neyðarúrræði til að aðstoða bændur með vatn sem verst hafa orðið fyrir barðinu á þurrkunum.

Bæði í Frakklandi og Þýskalandi hafa fullveldissinnar sýnt bændum mikinn stuðning. Í Frakklandi hefur Þjóðfylking Marine Le Pen átt viðræður við bændur og í Þýskalandi tók stjórnmálaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland þátt í mótmælum bænda.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa