Tíu ára fólksinnflutningur til Austurríkis kostar yfir 3.227 milljarða íslenskra króna

Í nýrri rannsókn koma fram tölur sem sýna mikilvæg efnahagsleg áhrif vegna innflutnings hælisleitenda til Austurríkis í áratug. Auk allra samfélagslegra afleiðinga sýnir það sig eins og í sambærilegum rannsóknum frá öðrum löndum, að kostnaðurinn sem lendir á herðum skattgreiðenda Austurríkis er gríðarlegur.

Áætlaður kostnaður er 21,6 milljarðar evra eða 3.226. 520 íslenskar krónur vegna innflytjenda til Austurríkis á tíu ára tímabili 2015 til 2025. Þetta kemur fram í tölum hagrannsóknastofnunarinnar EcoAustria fyrir hönd austurríska samþættingarsjóðsins, ÖIF.

Í rannsókninni eru tekjur ríkisins bornar saman við útgjöld hins opinbera. Viðbótarfjárlög vegna hælisinnflytjenda verður um 8,8 milljarðar evra ár 2015 – 2025. Í þessum útreikningum er undanskilinn sá kostnaður sem tengist Úkraínumönnum, sem taldir eru flóttamenn frekar en hælisleitendur.

Á fyrstu árum innflytjenda er aukakostnaður hins opinbera áberandi. Árin 2016 – 2017 nam kostnaðurinn 0,4% af vergri landsframleiðslu. Eftir því sem atvinnuhorfur farandfólks batna dregur úr efnahagslegum afleiðingum. Þrátt fyrir það eru heildarútgjöld vegna hælisinnflytjenda verulega umfram tekjur og nema 21,64 milljörðum evra á tíu ára tímabili frá 2015 til 2025.

Fimm sinnum meiri kostnaður en til varnarmála

Stærstu fjárhagsáhrifin, 5,8 milljarðar evra, voru rakin til grunnþjónustu og aðstoðar við fylgdarlaus börn hjá barna- og unglingavernd. Auk þess var kostnaður vegna menntunar þeirra umtalsverður: samtals 4,42 milljarðar evra.

Til að setja þessa fjárhagslegu byrði í samhengi við annað: Hægt hefði verið að fjármagna varnarmál Austurríkis rúmlega fimm sinnum, byggja fjórar glæsilegar neðanjarðarlestarlínur eða borga hverjum og einum ríkisborgara Austurríkis 2.333 evrur ( tæplega 350 þúsund íslenskar kr.).

Sjá nánar hér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa