Trump ásamt 25 ríkisstjórum styðja uppreisn Texas gegn ólöglegum innflytjendum

Í Bandaríkjunum hafa ríkisstjórar repúblikana frá 25 mismunandi ríkjum lýst yfir stuðningi við „rétt Texas til sjálfsvarnar“ gegn „innrás“ ólöglegra innflytjenda. Í yfirlýsingu hvetur Donald Trump hin ríkin til að senda eigin hermenn til Texas.

Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, olli talsverðu fjaðrafoki þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma, þar sem lýsti því yfir að ríkið væri undir „innrás.“ Hann sagði, að alríkisstjórnin hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt stjórnarskránni og því hefði hann rétt til að nota þjóðvarðlið Texas að eigin frumkvæði til að berjast gegn metfjölda ólöglegra innflytjenda.

Aðdragandinn eru átök milli Texas og ríkisstjórnarinnar sem krefst þess, að þjóðvarðliðið fjarlægi hindranir með gaddavír sem settar voru upp með fram landamærum Mexíkó. Hæstiréttur Bandaríkjanna birti nýlega úrskurð um málið sem þýðir að sögn alríkisstjórnarinnar að taka þurfi slíkar hindranir í burtu. Donald Trump hefur brugðist við ákalli Abbotts og kallar á önnur ríki að styðja Texas með því að senda þjóðvarðlið sín þangað. Samkvæmt Trump ættu hermennirnir að hjálpa Texas til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og senda þá til baka sem tekst að komast inn í landið.

25 ríkisstjórar repúblikana – sem leiða um helming Bandaríkjanna – hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings „stjórnskipulegum rétti Texas til sjálfsvarnar.“ Líkt og Abbott vísa þeir til bandarísku stjórnarskrárinnar sem segir, að alríkisstjórninni beri skylda til að vernda ríki sem verða fyrir innrás. Ríkisstjórarnir telja, að ríkisstjórn Joe Biden vanræki það. Ríkisstjórarnir skrifa:

„Þar sem að Biden-stjórnin hefur afsalað sér stjórnarskrárbundnum skuldbindingum sínum gagnvart ríkjunum, þá hefur Texas allan lagalegan rétt til að vernda fullveldi ríkja okkar og þjóðar okkar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa