Trump molar Biden í nýrri könnun

Sitjandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, er verulega á eftir erkióvininum og fær aðeins á milli 44 og 48 prósent á móti Donald Trump í fimm af sex lykilríkjum sem Biden vann árið 2020. Þetta er samkvæmt nýlegri stórkönnun New York Times /Siena College.

Eftir að niðurstöður könnunarinnar birtust, þá hafa helstu demókratar látið til sín heyra og varað við því, hversu Joe Biden væri langt á eftir Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, í fimm af sex lykilríkjum. Nákvæmlega eitt ár er í næstu forsetakosningar.

Trump er í forystu í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu, samkvæmt skoðanakönnuninni sem birt var um síðustu helgi. Biden vann Trump í öllum fimm ríkjunum árið 2020, en Donald Trump leiðir núna með miklum mun. Biden fær aðeins á milli 44-48% atkvæða í þessum ríkjum skv. könnuninni. Kjósendur draga hæfni Bidens í efa vegna aldurs og frétta um grófa fjármálaspillingu forsetans og fjölskyldu hans. Hefur þetta leitt til þess að umræðan hefur verið endurvakin um, hvort Biden ætti ekki að hætta í forkosningunum til forsetaefnis demókrata og rýma fyrir yngri frambjóðanda.

David Axelrod, fyrrum hernaðarfræðingur Barack Obama forseta sagði:

„Það er orðið mjög seint að skipta um hest. Margt mun gerast á komandi ári sem enginn getur séð fyrir og Biden-teymið segir, að ákvörðun forsetans um að bjóða sig fram sé óhagganleg.“

Biden er einnig í vandræðum með fylgi svartra kjósenda. Þótt að einungis 22% þeirra segist ætla að kjósa Trump, þá er það samkvæmt New York Times það hæsta fyrir repúblikana í nútímanum. Venjulega er stuðningur svartra við forsetaframbjóðenda repúblikana svo lítill, að hann er ekki marktækur í könnunum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa