Trump um Joe Biden: „Ég myndi kýla platnefið hans. Það yrði plast um allt á gólfinu“

Trump hæddist að Biden svo viðstaddir skelluhlógu í Derry, New Hampshire á mánudaginn. Trump var með kosningafund og minnti viðstadda á þær hótanir sem Joe Biden hefur haft um að berja hann á bak við hlöðu.

Trump forseti:

„En hefurðu einhvern tíma heyrt sumt af þessu fólki tala um grimmdina? „Þegar þú sérð þá á veitingastað, þá ferðu þangað inn og veist hvað þú gerir við þá“ ekki satt? Ef ég gerði það einhvern tímann. Ef ég gerði það einhvern tíma, – það væri vandamál. Munið svo þegar Biden sagði: Mig langar að fara með hann á bak við hlöðuna.“

„Mig dreymir um það. Vitið þið hvað ég myndi gera við hann? Ó, mig dreymir það. (Falskt kjaftshögg) Púff – Púff – Púff! (viðstaddir fagna). Ég myndi kýla hann beint á þetta falska nef. Þetta falska nef – það yrði plast út um allt gólfið. En ég mun ekki segja það. Svo þegar hann segir það, þá segja þeir, ó, sagði hann það, munið þegar hann gerði það? Ég myndi vilja fara með hann á bak við hlöðuna.

Þið vitið hvað þið gerið við hann? Þið horfið bara á hann og gerið svona. (Blásturshljóð). En hann má segja það. Þeir segja, ó, heyrðirðu í honum? En ef ég segði það, þá myndu þeir segja, að ég væri ofbeldisfullur. Ég væri ofbeldisfullur. Að það skuli vera til staða tvær útgáfur af réttlætinu, það er mjög slæmt mál.“

Hér að neðan má sjá og heyra Trump hæðast að Joe Biden fyrst á stuttum myndbút og síðan er allur fundurinn fyrir neðan og þar fyrir neðan er klippt grín sem viðtal Trumps og Bidens á 60 Minutes.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa