Kína hefur sent sex herskip til Miðausturlanda

Kommúnista-Kína hefur sent sex herskip til Miðausturlanda þar sem spenna magnast á svæðinu vegna átaka Ísraels við Hamas. Kína sendi 44. eftirlitssveit sjóhers Frelsishersins til Shuwaikh-hafnarinnar í Kúveit 18. október.

Í skipalestinni eru Zibo og Urumqi, 052D herskip með nákvæm flugskeyti til að granda eldskeytum, freigátan Jingzhou, birgðaskipið Qiandaohu, freigátan Linyi og birgðaskipið Dongpinghu.

Samkvæmt EU-Times sagði yfirmaður kínversku hersveitarinnar:

„Á þessu ári eru 5 ár liðin frá myndun stefnumótandi samstarfs Kína og Kúveit og einnig 10 ára afmæli átaksins Belti og braut. Vonast er til, að þessi heimsókn muni auðvelda gagnkvæman skilning og traust og stuðla að samskiptum og samvinnu milli landanna tveggja og herafla þeirra.“.

Kína minnir á hernaðarmátt sinn

Herskipin hafa verið á heræfingum í Aden-flóa síðan í maí og nýlokið flotaæfingu með sjóher Ómans. Nærvera kínversku herskipanna í Mið-Austurlöndum er aflsýning Kína og áminning um hagsmuni þeirra á svæðinu á sama tíma og bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi tvo flugmóðurskip til svæðisins nýlega.

Bandaríkin hafa sett hermenn í viðbragðsstöðu og einnig sent eldflaugavarnakerfi til nokkurra hernaðarmannvirkja í Miðausturlöndum. Samkvæmt kínverska ríkissjónvarpinu sagði Xi Jinping, aðalritari Kommúnistaflokksins: um átök Ísraels við Hamas:

„Fyrsta forgangsverkefnið núna er vopnahlé eins fljótt og auðið er, til að forðast að átökin vaxi eða fari jafnvel úr böndunum og valdi alvarlegri mannúðarkreppu.“

Hér má sjá frétt True News um málið

Hér má sjá frétt The Times of India um málið

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa