Bandaríkin fá fullan aðgang að sænskum herstöðum

Bandaríkjaher fær fullan aðgang að sænskum herstöðvum í Svíþjóð (mynd t.v. US Navy CC 2.0 DEED/mynd t.h. Sgt. Meleesa Gutierrez/US Army).

Í þessari viku er gert ráð fyrir að gengið verði frá nýjum samstarfssamningi milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Þegar samningnum tekur gildi, þá munu Bandaríkin hafa aðgang að sænskum herstöðvum víðsvegar um Svíþjóð. Sagt er að það muni „fæla“ Rússa frá því að ráðast á Svíþjóð.

Tilgangur varnarsamningsins er að auðvelda Bandaríkjunum að æfa og starfa í Svíþjóð. Einnig að geyma varnarbúnað eins og vopnakerfi að meðtöldum kjarnorkusprengjum, skriðdreka, skotfæri m.fl.

Samkvæmt samningnum munu sænsk lög ekki gilda um bandarísku hermenn sem eru staðsettir í Svíþjóð. Hermennirnir lúta aðeins bandarískum lögum.

Að sögn Peter Hultqvist frá sósíaldemókrötum, sem er formaður varnarmálanefndar sænska þingsins, er þetta góður samningur og hann sér engin vandamál fylgjandi því, að Bandaríkin fái þennan hernaðarlega aðgang að Svíþjóð. Hultqvist fullyrðir, að ávinningur Svía felist í því að Rússland muni ekki ráðast á Svíþjóð. Hann segir í viðtali við Dagens Nyheter:

„Það mun hafa beinan fælingarmátt gegn Rússlandi.“

Noregur, Eistland, Lettland og Litháen hafa þegar svipaða samninga. Samhliða Svíþjóð eru Danmörk og Finnland einnig í samningaviðræðum við Bandaríkin.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa