Tvær konur, einn karlmaður drepin og eitt barn sært í tveimur skotárásum í Stokkhólmi

Hryðjuverkastríð glæpahópanna í Svíþjóð heldur áfram að taka sinn toll. Núna gefa sig glæpamennirnir á ættingja hvers annars og eru farnir að skjóta konur og börn. Aðfaranótt fimmtudags var maður drepinn, kona og barn særðust í skotárás í einbýlishúsahverfi í Västberga í suður-Stokkhólmi. Aðfaranótt föstudags voru tvær konur 20 og 60 ára drepnar fyrir framan augu þriggja barna í einbýlishúsi í Tullinge í suður-Stokkhólmi. Einn íbúi hverfisins sagði, að hann þyrði varla að hleypa börnum sínum út lengur í hverfinu. Þannig er Svíþjóð orðið í október 2022.

Tvær konur voru skotnar til bana aðfaranótt föstudags í einbýlishúsi í Tullinge suður af Stokkhólmi. Talið er að skotmarkið hafi verið listamaður skráður á heimilisfanginu, sem er bróðir glæpamanns sem nýlega var dæmdur í langan fangelsisdóm. Skotárásin fylgir nýju munstri glæpahópanna að myrða ættingja óvina sinna. Þrjú börn voru á heimilinu þegar hryðjuverkið átti sér stað.

Tveir menn handteknir

Tveir menn voru handteknir grunaðir um þátttöku í skotárásinni eftir umfangsmikla lögregluaðgerð með þyrlum og leit með hundum. Annar þeirra handteknu er aðeins 16 ára gamall og var með hríðskotabyssu með sér í leigubíl skammt frá vettvangi glæpsins. Hann hafði nýlega strokið frá unglingaheimili. Hinn var leigubílstjóri. Lögreglan vinnur eftir þeirri tilgátu, að skotárásin tengist yfirstandandi stríði á milli innfluttra glæpahópa, þar á meðal svokallaðs Foxtrot-nets undir forystu „kúrdíska refsins“ Rawa Majid.

26% Svía hræddir að vera einir úti á kvöldin og 5% Svía þora ekki út á kvöldin

Aðfaranótt fimmtudags var sambærileg skotárás framin í Västberga í suðurhluta Stokkhólms. Glæpamenn ruddust inn í húsið, skutu mann til bana og særðu konu og barn. Tengist skotárásin glæpastríðinu og er talin pöntun kúrdíska refsins. Báðar skotárásirnar eru raktar til nýlegrar stigmögnunar stríðs glæpahópa í Svíþjóð, þar sem farið er að myrða ættingja og vini óvinarins, sem venjulega tekur ekki þátt í neinni glæpastarfsemi. Í nýrri könnun ráðsins um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn glæpum „Brå“ segir, að 26% Svía séu hræddir við að fara einir út á kvöldin og 5% Svía þora því alls ekki. Vargöldin herðir tökin á landi Línu langsokks.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa