ESB undirbýr málsókn gegn X – hótar með gríðarlegum sektum

ESB minnir sífellt meira á gamla Sovét. Núna á að loka fyrir málfrelsið og skoðanir andstæðar búrkratahöfðingjunum í Brussel. Elon Musk t.v. verður í næstu viku að koma með svör til ESB um hvernig hann ætli að þjóna sambandinu sem ritskoðunarlögregla. Að öðrum kosti mu Thierry Breton kommissjóner hefja sektarferli til að ræna 6% af árlegri heimsveltu X. (Mynd © Steve Jurvetson/ESB).

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirbýr málsókn gegn X (áður Twitter) vegna „falsupplýsinga.“ Fyrirtækið á yfir höfði sér sektarkröfum Evrópusambandsins allt að 6% af heimsveltunni.

Politico greinir frá: Hinn lýðræðislega ókjörni Thierry Breton, kommissjóner ESB, hefur áður haft í hótunum um að loka Twitter, sem núna heitir X, ef nýi eigandinn Elon Musk leyfir „of mikið tjáningarfrelsi.“ Krafa ESB grundvallast á nýjum ritskoðunarlögum ESB um stafræna þjónustu „The Digital Services Act“ DSA, sem þvinga samfélagsmiðla að gerast ritskoðunarlögreglu þóknanlegri höfðingjunum í Brussel. Þau samfélagsmiðlafyrirtæki sem ekki ritskoða nóg að mati ESB er hægt að sekta allt að 6% af heimsveltu sinni.

Þessi hótun gæti núna í fyrsta skiptið orðið að veruleika. Embættismenn ESB hafa þegar formlega hafið rannsókn á X, sem sakað er um að hafa leyft að „falsupplýsingum“ væri dreift eftir árás Hamas á Ísrael. X fær frest til 18. október til að útskýra fyrir framkvæmdastjórn ESB hinar meintu „falsupplýsingar.“ X á einnig að skila svörum við öðrum spurningum ESB um stjórn fyrirtækisins í síðasta lagi 31. október.

Tilkynningin kemur í kjölfar opinberra orðaskipta Elon Musk og Thierry Breton nýlega á X. Musk krafðist þess, að einn af æðstu búrókrötum ESB greindi opinberlega frá hvers konar efni framkvæmdastjórn ESB andmælir sjá bréfaskipti hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa