Úkraína í öndunarvél Evrópusambandsins

Af hverju samþykkti Ungverjaland að lokum risastóran „aðstoðarpakka“ ESB-elítunnar fyrir Úkraínu upp á 50 milljarða evra (7.455.000.000.000 íslenskar krónur)? Fréttastofan Tass segir frá því, að Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hafi sagt í viðtali við Kossuth Radio á föstudaginn, að peningarnir fari ekki í vopn, heldur til hins gjaldþrota úkraínska ríkis. Peningarnir munu fara í að halda „öndunarvélinni“ í gangi sem vestrænir stjórnmálamenn hafa sett upp fyrir Úkraínu.

Ungverjaland stöðvaði ekki risastóran hjálparpakka ESB upp á 50 milljarða evra til Úkraínu, sem kom sumum kannski á óvart. Viktor Orbán hafði hótað að beita neitunarvaldinu og ESB sem heldur Ungverjalandi í gíslingu með frystingu greiðsla til landsins, hafði áætlun um að ráðast efnahagslega á Ungverjaland og rústa efnahag landsins ef Orbán gerði alvöru úr hótun sinni. Með önnur aðildarríki tilbúin til að koma pakkanum í gegn, hvort sem Orbán beitti neitunarvaldinu eða ekki var varla um neitt annað að ræða fyrir Viktor Orbán en að samþykkja pakkann gegn alla vega yfirlýstum skilmálum, að peningarnir yrðu ekki notuð í vopn og að gert yrði grein fyrir eyðslu þeirra.

Úkraína er gjaldþrota eftir hrikalegt staðgengilsstríð gegn Rússlandi

Að sögn Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fara peningarnir ekki í vopnakaup og stangast þess vegna ekki á við afstöðu Ungverja til friðar.

Í hvað fara þá peningarnir? Þeir verða notaðir til að koma í veg fyrir algjört hrun úkraínska ríkisins. Úkraína er í raun gjaldþrota, eftir hrikalegt staðgengilsstríð gegn Rússlandi. Viktor Orbán bendir á í Kossuth Radio:

„Án peninga frá ESB og Bandaríkjunum væru hvorki hægt að greiða laun, lífeyri eða halda ríkisstofnunum gangandi. Eini kosturinn sem eftir væri er að loka búðinni. Úkraínska hagkerfið er í öndunarvél hins vestræna heims.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa