Ungverjaland krefst skýringa á afstöðu sænskra yfirvalda

Ungverjaland krefst þess, að ráðamenn í Svíþjóð komi með útskýringar á afstöðu sinni gagnvart Ungverjalandi, áður en ungverska þingið afgreiðir sænsku Nató -umsóknina, segir í frétt SVT.

Nýlega sendi Erdogan forseti Tyrklands Nató-umsókn Svíþjóðar áfram til þingsins en Ungverjaland er ekkert að flýta sér að neinu slíku. Ungversk yfirvöld vilja að valdhafar í Svíþjóð útskýri áróður sinn um árabil gegn Ungverjalandi og stuðning Svíþjóðar við kröfur ESB um að beygja Ungverjaland undir hæl Brussel valdsins.

Glóbalistarnir í Evrópusambandinu krefjast þess, að Ungverjaland falli á kné og taki upp hugmyndafræði þeirra en Ungverjar neita því harðlega, því þeir vernda sjálfsákvörðunarrétt landsmanna. Það er því óljóst hvenær ungverska þingið greiðir atkvæði um aðild Svía að Nató.

Vilja eiga gott samband við Svíþjóð

Gergely Gulyás, yfirmaður ungverska forsætisráðuneytisins, vill vita hvar sænskir ​​stjórnmálamenn standa í raun og veru. Ef sænskir ​​stjórnmálamenn telja að ásakanir þeirra séu sannar, þá skilur Gulyás ekki hvers vegna þeir vilja vera hluti af sömu samtökum og Ungverjaland. sagði hann á blaðamannafundi á miðvikudagskvöldið. Telji þeir skoðanir sínar vera mistök, þá þurfa þeir að skýra það. Þetta kom fram á blaðamannafundi miðvikudagskvöld.

Að sögn Gulyás hefur ástandið í samskiptum við Svíþjóð versnað að undanförnu. Hann sagði samkvæmt Budapest Time:

„Við viljum eiga gott samband við Svíþjóð. Ef hægt verður að uppfylla það, þá eru engar hindranir fyrir Nató aðild Svíþjóðar.“

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í viðtali við sænska sjónvarpið SVT:

„Ég virði mjög að sérhvert þing og Nató-ríki verði að taka sínar eigin ályktanir. Það gildir fyrir Tyrkland og að sjálfsögðu einnig Ungverjaland.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa