Eftir að Rússland lokaði höfnum Úkraínu við Svartahaf, þá hafa flutningabílstjórar nágrannaríkjanna lokað landleiðum úr landinu. Ástæðan fyrir lokun flutningabílstjóranna er undirboð úkraínskra flutningamanna sem hafa fjármagn ESB að bakhjarli með undanþágum frá sköttum sem aðrir venjulegir flutningabílstjórar þurfa að borga.
„Vörubílstjórar frá Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu halda því fram að þeir séu meðhöndlaðir á óbilgjarnan hátt með núverandi stefnu ESB, vegna þess að úkraínskir starfsbræður þeirra þurfi ekki að kaupa dýr leyfi.
Áður en Rússar réðust á Úkraínu, þurftu úkraínskir ökumenn að sækja um leyfi til að komast inn í ESB. En Brussel gaf undanþágu frá flutningsleyfi á síðasta ári þar til í júní 2024 til að hjálpa útflutningsiðnaði í Úkraínu í erfiðleikum eftir að Rússar lokuðu höfnum Úkraínu við Svartahaf. Mótmælendurnir krefjast þess að ESB taki aftur upp flutningaleyfi fyrir úkraínska ökumenn.“
Vörubílstjórar í Slóvakíu gengu til liðs við pólska starfsbræður sína sem voru brautryðjendur að koma á hindrunum við landamærin að Úkraínu. Yfirvöld í Kænugarði segja að útbreiðsla mótmælanna vegna íhlutunar ESB í heilbrigða samkeppni hafi truflað mikilvæga mannúðaraðstoð.
„Samband slóvakískra flutningsmanna hóf verkfallsaðgerðir á föstudaginn á einu landamærastöðinni fyrir vöruflutninga og jók þar með á hindranir með fram landamærum Póllands og Úkraínu sem hefur valdið umferðaróreiðu í margar vikur. Slóvakísku bílstjórarnir krefjast þess að Evrópusambandið snúi við ákvörðuninni um að losa um leyfisreglur fyrir úkraínska vörubílstjóra.
Samkeppnisröskunin hefur „hrikaleg áhrif á slóvakískan flutningamarkað en einnig á mörkuðum annarra nágrannaríkja og alls staðar í ESB“ segir sambandið í yfirlýsingu. Samtökin sögðu, að hindrunin muni vera þar til annað verður tilkynnt.
Pólskir flutningabílstjórar hófu að loka leiðum um þrjár landamærastöðvar við Úkraínu þann 6. nóvember sem fljótt skapaði biðraðir tugþúsunda ökutækja beggja vegna landamæranna í frosti. Tveir úkraínskir ökumenn eru dánir. Ríkisstjórnin í Kænugarði sakaði Pólland um aðgerðarleysi þar sem viðskipti truflast samtímis sem landið berst gegn innrás Rússa. Pólverjar hafa lyft varnaðarfingri í áttina að Kænugarði.“
„Ivan Poberzhniak, yfirmaður innkaupa- og flutningadeildar hjá góðgerðarstofnuninni „Komið lifandi heim“ – Come Back Alive, sem hjálpar úkraínska hernum, sagði „afgreiðslur hafa nánast hætt“ við landamærin. Um 200 pallbílar eru strandaðir, sem flytja slasaða hermenn og skotfæri og læknisbúnað.
Verkfallið hófst eftir að pólskir vörubílstjórar deildu á úkraínska vörubílstjóra, sem þeir segja hafa boðið lægra verð fyrir sendingar um Evrópusambandið þökk sé tímabundinni undanþágu sem þeir fengu á flutningsreglum í kjölfar innrásar Rússa í febrúar 2022. Ástandið er orðið svo skelfilegt á landamærum Póllands og Úkraínu að verið er að flytja flutningabíla til Póllands með járnbrautum til að komast fram hjá biðröðum sem stífla alla umferð.
„Úkraínsk yfirvöld segja að um 3.500 flutningabílar séu lokaðir pólsku megin við landamæri Póllands og Úkraínu síðan frá fyrri helgi og enn sem komið er hafa yfirvöld ekki náð samkomulagi við mótmælendur um að hætta aðgerðum. Meginkrafa pólsku flutningabílstjóranna er að koma í veg fyrir að úkraínskir flutningabílstjórar hafi óhindraðan aðgang að Evrópusambandinu en ESB og yfirvöld í Kænugarði segja það vera samningsatriði, þrátt fyrir að það gildi ekki um flutningabílstjóra í ESB.