Al Gore varar við algjörri smán fyrir COP28

Al Gore, mynd © Kasey Baker(CC 3.0)

Al Gore varar við í færslu á X, (sjá að neðan), að ef samningstextinn fyrir COP28 loftslagsráðstefnuna verði ekki meira ógnvekjandi, þá sé „vandræðalegasti og dapurlegasti árangurinn í 28 ára alþjóðlegum loftslagsviðræðum yfirvofandi.“

Í gær bárust þær fréttir, að samningsdrög fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 innihaldi orðalagið „minnka“ en ekki „afnema“ jarðefnaeldsneyti. Þetta varð til þess að valdaelíta ESB hótaði að yfirgefa samningaviðræðurnar. Textinn verður að verða ógnvekjandi. Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna og þekktur loftslagspredíkant, varar við því að COP28 geti gjörsamlega misheppnast.

„COP28 er nú á barmi algjörs hruns. Heimurinn þarf sárlega að hætta jarðefnaeldsneyti í áföngum eins fljótt og auðið er, en þessi óútreiknanlegu drög líta út fyrir, að OPEC hafi fyrirskipað þau orðrétt. Þetta er jafnvel verra en margir höfðu óttast.“

Að sögn Gore hefur heimurinn nú 24 klukkustundir til að sýna, hvoru megin hann stendur: „á þeirri hlið sem vill vernda framtíð mannkyns“ með því að hætta jarðefnaeldsneyti í áföngum eða á þeirri hlið sem ryður brautina fyrir „sögulegu loftslagsslysi.“ Al Gore heldur áfram:

„Til að koma í veg fyrir að COP28 verði vandræðalegustu og ömurlegustu mistök í 28 ára alþjóðlegum loftslagsviðræðum, þá verður lokatextinn að innihalda skýrt orðalag um afnám jarðefnaeldsneytis í áföngum. Allt annað er risastórt skref aftur á bak frá þeim stað sem heimurinn þarf að vera til að geta raunverulega tekist á við loftslagsvandann og tryggt að 1,5°C markmiðið deyi ekki í Dubai.“


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa