Velferðarkerfinu stendur ógn af stjórnmálamönnum sem þykjast vera loftslagsguðir

Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í vikunni, að hún muni ná „núlllosun“ í Svíþjóð fyrir árið 2045. Svíþjóðardemókratar hafa einnig ritað undir yfirlýsinguna. Gagnrýnendur segja annað hanga á spýtunni: Verið er að koma á miðstýrðu efnahagskerfi sem setur frjálsan markað og markaðskerfi Svíþjóðar og Vesturlanda úr leik. Núlllosun mun heldur engin áhrif hafa á hitastig jarðar.

Svíþjóðardemókratar hafa hringsnúist í málinu og selt sig til glóbalista vegna trúboðs um hamfarahlýnun. Elsa Widding, orkusérfræðingur, fv. þingmaður Svíþjóðardemókrata og núna utan flokka á sænska þinginu, segir í viðtali við Swebbtv:

„Hvers vegna gerðu þeir það? Halda þeir að núlllosun hafi áhrif á hitastigið? Það er ekki í lagi ef þeir eru svo fáfróðir að trúa því.“

Loftslagsmóðursýkin eintómur tilbúningur

Allt sænska þingið stendur að baki loftslagsmarkmiðum glóbalistanna. Líka Svíþjóðardemókratar, SD. Sænskir ​​stjórnmálamenn halda, að þeir geti stjórnað hitastigi jarðar. Það hljómar eins og hreinasta vitfirring. Vistfræðingurinn og stofnandi Greenpeace, Patrick Moore, hefur áður sagt:

„Ég er algjörlega sannfærður um, að framtíðin muni sýna, að öll þessi loftslagsmóðursýki hafi verið algjör tilbúningur.“

Elsa Widding laðaði kjósendur til Svíþjóðardemókrata fyrir kosningarnar 2022 með raunsærri skoðun sinni á loftslagsmálum. Núna er hún óflokksbundin á þinginu. Svíþjóðardemókratar hafa fallið fyrir hræðsluáróðrinum.

Grænn áætlunarbúskapur er það sama og kommúnisminn

Flokkurinn Valkostur fyrir Svíþjóð hefur varað við því, að loftslagssinnar á þingi séu í raun að koma á áætlunarbúskap. Með öðrum orðum: Kommúnisma. Elsa Widding telur velferð Svíþjóðar í hættu. Að hennar sögn er engin stoð í því, að stjórnmálamennirnir séu svo fáfróðir, að þeir trúi því í raun og veru, að þeir stjórni hitastigi jarðar:

„Hvað á þetta að kosta allt saman? Hversu mikið á að skera niður velferðina? Það er það sem við verðum að ræða um. Af hverju gera þeir þetta? Halda þeir að þeir stjórni hitastigi jarðar? Það er enginn fótur fyrir því, að þeir haldi að þeir geti gert það.“

Mikið af ágiskunum í gangi

Þótt Svíþjóð minnki losun niður í núll, þá myndi það engin áhrif hafa á hitastigið. Elsa Widding segir að „loftslagskreppan“ sé pólitískur og hugmyndafræðilegur tilbúningur:

„Þetta er bara ímyndunarpólitík og ekkert annað. Það sem kemur mjög skýrt fram hjá loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC og vísindaskýrslum er, að við höfum nokkuð langan tíma. Við ættum að bíða í 20 ár til að sjá hvaða stefnu málin taka. Það eru margar ágiskanir í gangi.“

Viðtalið við Eslu Widding má heyra hér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa