Rannsókn leiðir í ljós algengustu langvarandi einkenni eftir COVID-19 bólusetningu

Ný rannsókn sýnir nokkur af algengustu langvarandi einkennunum sem fólk upplifir eftir að hafa verið bólusett með Covid-19 bóluefnum. Algengustu einkennin voru óþol við áreynslu, mikil þreyta, dofi, heilaþoka og taugakvilli, að sögn vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni. Rannsókn var gerð af Yale háskóla og beindist að fólki með sjálfgreind einkenni. Að minnsta kosti helmingur þátttakenda í rannsókninni fann fyrir svefnleysi, hjartsláttarónotum, vöðvaverkjum, eyrnasuði, höfuðverk, sviðatilfinningu og svima. Rannsóknin var að hluta til styrkt af bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH).

The Epoch Times greinir frá: Þátttakendur höfðu að meðaltali 22 einkenni, hámark voru 35 einkenni. Rannsókninni var stjórnað af doktor Harlan Krumholz frá læknadeild Yale háskóla og Yilun Wu frá líffræði og heilbrigðisdeild skólans. Að sögn vísindamannanna beindist rannsóknin að fólki

„sem tilkynnti um alvarlegt, lamandi, langvarandi ástand í kjölfar Covid-19 bólusetningar sem hófst fljótlega eftir Covid-19 bólusetningu og var viðvarandi hjá mörgum í eitt ár eða lengur.“

Aðferðir

Rannsóknarnar voru liður í verkefni um langvarandi aukaverkanir Covid eftir bólusetningu, ónæmiskerfið, einkenni og reynslu meðhöndlunar (LISTEN). Þátttakendur rannsóknarinnar skrifuðu svör í könnun og rannsakendur höfðu aðgang að heilsufarsskrám þeirra. Starfið hófst í maí 2022 og varðaði fullorðna einstaklinga sem tilkynntu um vandamál eftir bólusetningu frá maí 2022 til júlí 2023. Þeir 388 einstaklingar sem einnig tilkynntu um svokallað langtíma Covid eða langvarandi einkenni eftir Covid-19 sýkingu, voru ekki teknir með. 146 aðrir einstaklingar sem svöruðu ekki könnuninni að fullu, voru einnig undanskildir. Meðalaldur þátttakenda var 46 og 80% voru konur. Um það bil 88% búa í Bandaríkjunum.

Hugsanlegt samband

Vísindamennirnir segja að ekki sé hægt að staðfesta orsakasamhengi vegna hönnunar rannsóknarinnar. Þótt að þeir viðurkenndu, að langvarandi einkenni gætu stafað af bólusetningunum, þá fullyrtu þeir einnig, að einkennin gætu verið ótengd og hafa átt sér stað með breytingum en sögðu, að samþjöppun einkenna fljótlega eftir bólusetningu „bendi til hugsanlegs sambands“.

Þekktar aukaverkanir bólusetninganna eru hjartabólga, alvarlegt ofnæmislost og Guillain-Barré heilkenni. Önnur vandamál hafa tengst bóluefninu án þess að hafa hlotið sömu viðurkenningu og staðfestar aukaverkanir. Einkennin gátu verið frekar sársaukafull. Á mælikvarða að hámarki 100 var meðaltalið 80 hjá þeim sem voru spurðir, hversu slæm einkenni þeirra væru á verstu dögunum.

Langvarandi einkenni

Í vikunni áður en könnuninni lauk sögðust 93% þátttakenda hafa fundið fyrir vanlíðan að minnsta kosti einu sinni. Meira en átta af hverjum tíu voru óttaslegin og 81% sögðust vera yfirbuguð af áhyggjum. Einnig var oft greint frá vanmáttarkennd, þunglyndi, vonleysi og að viðkomandi væri einskis virði. Næstum allur hópurinn sagðist vera niðurdreginn og 91% þjáðust af svefnvandamálum. Aftur á móti sagðist um helmingur þátttakenda vera í góðu, mjög góðu eða frábæru ástandi. Samt sem áður greindu aðrir þátttakendur frá ástandi sem við var að búast, lélegri eða óþekktri stöðu.

Einkennin komu fljótlega fram hjá mörgum í kjölfar bólusetningar. Að meðaltali komu einkennin í ljós eftir þrjá daga. 77% fólks upplifðu einkennin eftir fyrstu eða aðra sprautuna. Rannsóknin fylgdi skýrsla NIH með ítarlegum upplýsingum um 23 manns sem upplifðu viðvarandi einkenni eftir Covid-19 bólusetningu. Fjöldi þátttakenda í nýju rannsókninni fékk nýjar greiningar eftir að hafa verið bólusett, þar á meðal kvíða, taugasjúkdóma, meltingarfæravandamál og réttstöðu-hraðtakts-heilkenni.

Kvillar fyrir heimsfaraldurinn

Samkvæmt rannsókninni höfðu næstum helmingur þátttakenda ofnæmi fyrir heimsfaraldurinn. Alls voru um þrír fjórðu þátttakenda með að minnsta kosti einn fylgisjúkdóm eins og ofnæmi. Að baki ofnæminu voru m.a. algengustu fylgikvillar meltingarfærasjúkdómar með sýrubakflæði, kvíðaröskun; þunglyndi og astma. Á þriðja tug þátttakenda höfðu liðagigt, sjálfsofnæmissjúkdóma, hátt kólesteról, háan blóðþrýsting og mígreni.

Meðferðir reyndar

Margir þátttakendur reyndu ýmis konar meðferðir við einkennum sínum. Næstum allir reyndu probiotics, sem aðstoðar við að efla góðar bakteríur í líkamanum. Einnig var mikið farið í vítamín og bætiefni, þar sem b12, c og d vítamín og íbúprófen voru vinsælust. Bólgueyðandi lyf, þar á meðal íbúprófen, voru notuð af meirihluta þátttakenda. Um helmingur hópsins tók stera t.d. dexametasón.

Lífsstílsbreytingar voru algengar. 51% minnkaði hreyfingu eða áreynslu, 44% minnkuðu áfengineyslu eða kaffidrykkju og 44% juku eða minnkuðu notkun matarsalts. Um það bil fjórir af hverjum 10 breyttu mataræði sínu.

Skýrsluna má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan sérstaka skýrslu NIH um einkenni 23 einstaklinga.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa