Svokölluð aðstoð sem send hefur verið til Úkraínu á síðustu tveimur árum nemur 250 milljörðum dollara, að sögn Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Samt er stríðið tapað.
Úkraína hefur misst um 20 prósent af landi sínu til Rússlands og nú sækir rússneski herinn fram. Úkraína er að verða uppiskroppa með menn og fjármagn. Staðgengilsstríðið er harmleikur fyrir landið, þrátt fyrir gífurlegan hernaðar- og fjárhagsstuðning frá Vesturlöndum.
En hversu mikið hafa vesturveldin í raun eytt í Úkraínu?
Forgangsröðun Vesturlanda er mjög skýr
Tölurnar eru mismunandi en nú halda Rússar því fram að um 250 milljarða dollara sé að ræða sem er um 34 þúsund 255 milljarðar íslenskra króna. Sergey Lavrov sagði fyrr í vikunni:
„Stuðningurinn við Kiev nemur 250 milljörðum dollara á tveimur árum. Á sama tímabili fengu öll Afríkulönd 60 milljarða dollara frá Vesturlöndum og vestrænum stofnunum. Hvað sýnir þetta? Að forgangsröðun Vesturlanda er mjög skýr.“