Bannar kynjahugmyndafræði í skólanum

Forseti El Salvador heldur áfram harðri baráttu sinni gegn kynjahugmyndafræði í landinu og bannar hana núna alfarið í öllum skólum landsins. „Við höfum fjarlægt öll ummerki um kynjahugmyndafræði úr opinberum skólum.“

Nayib Bukele, forseti El Salvador, hefur tekið þá ákvörðun að banna hvers kyns kynjahugmyndafræði í opinberum skólum landsins. Forsetinn vill að áhersla skólans sé á að fræða og örva nemendur.

Yfirmaður menntamálaráðuneytisins, José Mauricio Pineda, staðfestir ákvörðunina í skilaboðum á samfélagsmiðlum:

„Staðfest: Við höfum fjarlægt öll ummerki um kynjahugmyndafræði úr opinberum skólum.“

Mikill stuðningur almennings

Þrátt fyrir að margir rótgrónir fjölmiðlar hafi reynt að rægja Bukele og segja, að forsetinn sé „popúlista-forseti með einræðistilhneigingar“ þá hefur hann mjög mikinn stuðning meðal almennings.

Í síðustu forsetakosningum fékk Bukele heil 84% atkvæða sem einnig var staðfest nýverið af kosningadómstól í landinu.

Bukele svarar gagnrýni á sig og stefnu ríkisstjórnarinnar, að það sé fólkið sem veiti honum sjálfstraust til að innleiða þessar róttæku samfélagsbreytingar. Hann mun halda því áfram, þar til fólk segir annað.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa