Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur sér enga aðra leið en að heyja stríð gegn Rússlandi til enda, þar sem sá sterkari vinnur. Hversu marga miljarði mannslífa það kostar veit enginn en víst er að endirinn verður bitur fyrir mannkyn ef farið er að ráðum hennar. Mynd ©Thomas Dahlstrøm Nielsen (CC 4.0)
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, varar nú við stríðsþreytu í hinum vestræna heimi vegna Úkraínustríðsins. Það má ekki gerast, að sögn Frederiksen. Það er mikilvægt að vesturveldin séu með út í „rauðan dauðann“ sagði hún á mánudag, segir í frétt Deutsche Welle. Jafnframt hvatti hún Vesturveldin til að auka hraðann á hernaðarstuðningi sínum við Úkraínu „í augnablikinu er tíminn ekki með okkur.“
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, bað meðlimi hernaðarbandalagsins á Nató-þinginu í Kaupmannahöfn á mánudaginn að gefa ekki eftir vegna „stríðsþreytu“ varðandi Úkraínu. Forsætisráðherrann sagði, að stríðið væri á milli „góðs og ills“ og sagði innrás Rússa vera „ógnun við þær hugmyndir sem bandalag okkar byggist á.“
„Við verðum að vera með Úkraínu út í rauðan dauðann. Ekkert okkar í Evrópu eða Bandaríkjunum getur lýst yfir stríðsþreytu á meðan Úkraína heldur áfram þrotlausri baráttu sinni. Við skulum ákveða að stríðsþreyta muni ekki eiga sér stað í Atlantshafsbandalagi okkar.“
Samtímis vill hún „breikka og dýpka“ bandalag ríkja sem senda orrustuþotur til Úkraínu.
„Við verðum að dýpka samfylkinguna og auka hraðann, því tíminn er ekki á hlið með okkur.“
Sjá ræðu forsætisráðherra Danmerkur á myndskeiðinu hér að neðan: