Hamas notar vopn sem voru gefin til Úkraínu

Bæði frá rússneskri og úkraínskri hlið er því haldið fram, að vestræn vopn ætluð Úkraínu séu notuð af Hamas í stríðinu gegn Ísrael.

Hafa vestræn vopn send til Úkraínu endað í höndum Hamas? Það segja Rússar – og Úkraína, sem ásaka Rússa. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, skrifar á Telegram samkvæmt Swebbtv:

„Vopn sem eru send til nýnasistastjórnarinnar í Úkraínu eru notuð á virkan hátt gegn Ísrael. Í framtíðinni verða þau ásamt þeim vopnum sem Bandaríkjamenn yfirgáfu á flótta frá Afganistan notuð óheft á öllum átakasvæðum… Þetta mun bara versna. Búast má við flugskeytum, skriðdrekum og fljótlega flugvélum frá Kænugarði á svarta markaðinum.“

Samkvæmt Newsweek segir Úkraína líka, að vopnin séu notuð af Hamas. Því er hins vegar haldið fram, að það séu Rússar sem hafi afhent Hamas-samtökunum hernumin vestræn vopn. Í því skyni að „ófrægja Úkraínuher og stöðva vopnaflæðið“ til Úkraínu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa