Vinstri menn mótmæla eigin landsmönnum í Berlín

Að sögn Berliner Morgenpost mótmæltu að minnsta kosti 150.000 vinstri aðgerðarsinnar því á laugardaginn í miðborg Berlínar, að Þjóðverjar verði sífellt meira „hægrisinnaðir.“ Mótmælunum er beint gegn vaxandi fylgi flokksins Valkosti fyrir Þýskaland og stefnu flokksins meðal annars í innflytjendamálum. Vila kratar og kommar að flokkurinn verði bannaður með lögum.

Samtökin „Ömmur gegn hægrimönnum“ voru meðal skipuleggjenda að sögn blaðsins. Mótmæli voru einnig haldin í Hannover og Freiburg. Vinstrimenn eru óánægðir vegna þess, að háttsettir stjórnmálamenn í hinum vinsæla flokki Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, ræddu áætlun um að senda milljónir araba og annarra þjóða þriðja heimsins til baka til síns heima, hvort svo sem viðkomandi þjóðir vilja það eða ekki. Tillagan hefur verið gagnrýnd af vinstrimönnum sem telja að innflytjendur auðgi Þýskaland á meðan AfD undirstrikar hversu háðir þessir innflytjendahópar eru opinberum styrkjum og hafa ríka tilhneigingu til kynferðisglæpa.

Vinstrimenn vilja að Valkostur fyrir Þýskaland verði bannaður

Valkostur fyrir Þýskaland er stærsti flokkurinn í sumum fylkjum Þýskalands og er farinn að ógna gömlum flokkum eins og sósíaldemókrötum og kristdemókrötum. Á landsmælikvarða er fylgið um fjórðungur atkvæða. Nýleg mótmæli bænda hafa einnig hrist upp í stjórnmálaelítu Þýskalands og segir AfD að hluta að skýringu mótmælanna núna sé að afvegaleiða athygli fólks frá grænum árásum á landbúnaðinn. Vinstrimenn segja að AfD sé ógn við lýðræðið rétt eins og þeir sjálfir væru einhver trygging fyrir því sama. Á myndskeiði (sjá að neðan) lýsir AfD ástandinu og hvernig vinstrimenn eru að reyna að virkja þann hluta millistéttarinnar sem fylgir rétttrúnaðinum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa