Vladimir Pútín ræðir við særða hermenn og sendir Bandaríkjunum og Nató glerhörð skilaboð – fyrri hluti

Pútín ræðir við særða hermenn. (Mynd Kristina Kormilitsyna „Rossiya Segodnya“).

Fyrri hluti. (Síðari hlutann má sjá hér). Vladimir Pútín mætti í Vishnevsky hersjúkrahúsið nýlega til að spjalla við rússneska hermenn sem hafa særst í átökunum við Úkraínu. Pútín var hress og hreinskilinn. Umhyggja hans fyrir velferð hermannanna er ósvikin og einlæg. Hann segir það mjög skýrt, að Vesturlönd séu óvinurinn en ekki Úkraína.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti: Sælir drengir! Gaman að sjá ykkur. Ég óska ykkur gleðilegs árs. Hvernig gengur meðferðin ykkar hér?

Þeir sem særast fá önnur störf hjá hernum ef þeir óska

Svar: Frábærlega.
Vladimir Pútín: Ég gekk hér um og miðað við það sem ég hef séð, þá lítur búnaðurinn út fyrir að vera traustur, það er ljóst. En fyrst og fremst verður að nota hann á áhrifaríkan hátt. Ég vona að það sé gert.
Svar: Já.
Vladimír Pútín: Þið vitið sjálfsagt, að mig langaði að koma hingað og óska gleðilegs árs og ég vildi líka skoða mig um. Þið gætuð hafa séð mig á Beinni línu, að minnsta kosti eitthvað af því; það er ómögulegt að horfa á hana í heild sinni, fjórar klukkustundir, það er svakalegt hversu langur þátturinn er. Þar voru ræddir hlutir sem sneru beint að hernum og ykkur: til dæmis spurði fólk, hvort þið þyrftuð virkilega að snúa aftur til herdeilda ykkar eftir að hafa særst og fengið meðferð og jafnvel endurhæfingu til að fá læknisvottorð og jafnvel leyfi frá herlækninganefndum. Varnarmálaráðuneytið neitar þessu og segir það ekki gerast, að minnsta kosti ekki núna. Þar að auki sögðu þeir – eins og ég óskaði eftir fyrir nokkru – að verið sé að leysa húsnæðismál á meðan meðferð stendur yfir.

Hermenn okkar fá aukaþjálfun ef þeir vilja og geta haldið áfram þjónustu sinni – líka þeir sem hlotið hafa alvarleg meiðsli, á herskráningarskrifstofum og og svo framvegis. Mig langaði að heyra frá ykkur hvað er raunverulega í gangi, hvort þetta sé þannig, hvort þið þurfið að fara eitthvað annað til að fá nauðsynleg skjöl og vottorð. Nei? Svo, fáið þið allt hérna? Læknanefnd hersins, öll skjöl – allt er gert hér, ekki satt?
Svar: Já.
Vladimir Pútín: Er húsnæðismálin líka leyst?
Svar: Já. Þau hafa þegar verið leyst.
Vladimir Putin: Allt í lagi, ég skil. Þau hafa verið leyst hjá ykkur og aðra hermenn okkar. Það er allavega búið að skapa kerfi til að leysa úr húsnæðismálum og það virkar, það er það sem skiptir mestu máli, ekki satt? Þið fáið líka viðbótarþjálfun til að leyfa þeim sem eru tilbúnir að halda áfram þjónustu sinni í hernum en í öðrum stöðum, ef heilsan leyfir. Er það þannig? Er það raunveruleikinn?
Svar: Já.
Vladimir Putin: Þakka ykkur fyrir. Hvernig gengur það?
Svar: Vel.

Markmið Vesturlanda er að skipta Rússlandi í fimm ríki

Vladimir Putin: Þetta er eitt af bestu sjúkrahúsum varnarmálaráðuneytisins. Öll eru ekki svona vel útbúin, – glansandi, ef svo má að orði komast. En smátt og smátt mun ráðuneytið koma öllu á þetta stig hvað gæði varðar. Hafið þið einhverjar spurningar sem þið viljið spyrja? Þið þurfið ekki að vera feimnir.
Alexander Dublyanin: Félagi æðsti yfirhershöfðingi, meðan á sérstöku hernaðaraðgerðinni stendur erum við að frelsa rússnesk landsvæði. Hvað finnst þér um að vestræn lönd hjálpi óvini okkar?
Vladimir Putin: Málið er ekki að þeir séu að hjálpa óvini okkar. Þeir eru óvinir okkar. Þeir eru að leysa sín eigin vandamál með aðgerðum sínum. Það er það sem málið snýst um. Þannig hefur þetta verið um aldir því miður og er enn í dag.

Úkraína sjálf er ekki óvinur okkar heldur þeir, sem vilja eyðileggja rússneska ríkið og ná, eins og þeir segja, stefnumótandi sigri yfir Rússlandi á vígvellinum. Þeir eru aðallega á Vesturlöndum en samt er fólkið ólíkt þar. Það er fólk sem hefur samúð með okkur og er með okkur í hjartanu. En það er elítan sem telur að tilvera Rússlands sé óviðunandi (að minnsta kosti í núverandi stöðu og stærð). Þeir vilja skipta landinu. Reyndar, þið sem eruð ungir og sumir ykkar hafa kannsik lesið um þetta. Þeir eru ekkert að leyna þessu. Þeir tala og skrifa um það opinberlega og hafa gert það í áratugi, ef við tölum um samtímasögu. Þeir hafa einfaldlega skrifað hreinskilnislega um það í áratugi: Skiptum Rússlandi í fimm hluta – einn er of stór. Ég gæti talað um þetta til morguns en þetta er á hreinu.

Þess vegna hafa þeir verið bakhjarl stjórnarinnar í Kænugarði í nokkuð langan tíma, eingöngu til að búa til þessi átök. Því miður fyrir okkur, þá hefur þeim tekist það. Þeir hófu þessi átök og eru að reyna að ná markmiði sínu, nefnilega að berjast gegn Rússlandi með hjálp Úkraínumanna.

Þið sjáið það sennilega á vígvellinum, að þeir eru smám saman að missa áhugann. Þegar flugskeyti flýgur, þá er erfitt að átta sig á því hvort það missir marks eða ekki. Almennt séð vitið þið líklega, að ástandið á vígvellinum er að breytast. Þrátt fyrir að allur hinn „siðmenntaði“ vesturheimur sé að berjast við okkur.

Vandinn er ekki Úkraína heldur þeir sem reyna að eyðileggja Rússland með því að nota Úkraínu

Þið hafið líklega oft heyrt: Úkraínski herinn eyðir 5.000–6.000 155 kalíbra skotum daglega í stríðinu og Bandaríkin framleiða 14.000 á mánuði. Á mánuði! Og þeir nota 5.000 á dag. Já, þeir ætla að auka það árið 2024 en samt framleiddu þeir 14.000–15.000, þeir munu framleiða allt að 20.000. En ef þú notar 5.000 á dag, þá tæmist birgðirnar nokkuð fljótt. Það er nálægt því núna. Við aukum kraftinn og munum halda því áfram á veldishraða. Þeir fengu meira en 400 skriðdreka (450 eða hvað sem það nú er) og á ári munum við framleiða og yfirfara 1.600. Þetta er ekkert ríkisleyndarmál; trúlega verða þeir líklega fleiri. Þannig er ástandið á landamærunum. Þess vegna, þótt það hafi verið markmið þeirra að hrófla við Rússlandi frá örófi alda, þá bendir allt til að við munum klára málin hraðar.

Það mikilvægasta sem við höfum er auðvitað það sem ég hef ítrekað talað um: Sameining fólksins okkar og samfélagsins. Það er skilningur á því, hversu mikilvæg þau störf eru sem þið sinnið á vígvellinum í vopnaðri baráttu fyrir þjóðina og framtíð okkar. Það er það sem skiptir mestu máli. Málið er ekki, að okkur líkar ekki að þeir séu að styðja Úkraínu, það er ekki kjarni vandans. Vandamálið er ekki Úkraína, heldur þeir sem eru að reyna að eyðileggja Rússland með því að nota Úkraínu. Það er vandamálið. En þeim mun mistakast: Það kemur einfaldlega ekki til mála og er algjörlega útilokað.

Ég held að skilningurinn sé farinn að ná þeim og orðræðan er að breytast. Þeir sem töluðu í gær um nauðsyn þess að Rússar bíði stefnumótandi ósigur, leita núna að réttum orðum um hvernig ljúka megi átökunum sem fyrst. Við viljum líka binda enda á átökin eins fljótt og auðið er en eingöngu á okkar forsendum. Við höfum enga löngun til að vera endalaust í stríði en við ætlum ekki að gefa eftir stöðu okkar heldur. Þar hafið þið barist, þar hafið þið særst. Eigum við að fara að gefa allt eftir núna? Það er kveikt á myndavélunum annars myndi ég gera ákveðið látbragð hérna núna, þið vitið allir hvers konar látbragð það er. Þannig að það geri ég ekki.

Síðari hlutinn birtist síðar í vikunni.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa