Svíþjóð hraðar umbreytingu borgaralega hluta samfélagsins yfir í hernaðarskipulag fyrir komandi stríð

Carl-Oscar Bohlin, almannavarnaráðherra Svíþjóðar á varnarmálaþinginu í Sälen (skjáskot sænska sjónvarpið).

Heryfirvöld og borgaralega samfélagið í Svíþjóð halda dagana 7.-9. janúar árlegt varnarmálaþing sitt í Sälen í Norður-Svíþjóð. Zelenskí forseti Úkraínu setti ráðstefnuna en var sjálfur ekki nærverandi heldur flutti setningarræðu á stórskjám.

Í setningarræðunni þakkaði forseti Úkraínu fyrir þann stuðning og samstöðu sem Svíþjóð hefur sýnt Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. Boðskapur Zelenskí var, að til „að stöðva Rússland verður Evrópa (lesið ESB) að sameina vopnaframleiðslu sína.“ Zelenskí sagði:

„Rússland verður aðeins stöðvað ef við stöndum í samstöðu hvert við annað. Evrópa þarf sína eigin vörn fyrir frelsi sitt.“

Svíþjóð og Þýskaland starfa þegar saman við framleiðslu stórskota og annarra vopna til Úkraínu. ESB hefur lofað Úkraínu einni milljón stórskota síðast í mars í ár og leitar núna allra ráða til að geta efnt loforðið.

Borgarleg yfirvöld verða að undirbúa sig fyrir stríð

Ríkisstjórn Svíþjóðar þrýstir á borgaraleg yfirvöld í landinu að hraða umbreytingu Svíþjóðar yfir í hernaðarskipulag fyrir komandi stríð. Almannavarnir hafa fengið það verkefni að þróa aðstoð við borgaraleg yfirvöld svo þau geti skipt yfir í stríðsskipulag. Carl-Oskar Bohlin, almannavarnaráðherra, segir í viðtali við sænska sjónvarpið SVT:

„Við erum á leið inn í óvissutíma og það krefst þess að Svíþjóð haldi áfram að búa samfélagið undir það á meiri hraða. Við sjáum, að vinnan við að byggja upp stríðsskipulag og taka ábyrgð á eigin starfsáætlunum, þyrfti að ganga hraðar hjá mörgum neyðarviðbragðsstofnunum sem eru þjóðfélagslegar mikilvægar.“

Hér að neðan má sjá ræður sunnudagsins og fylgjast má með fundarhöldum mánudags og þriðjudags hér.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa